fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Uppljóstrar leyndarmálinu um hvað felst í SpariTotti fyrir bóndadaginn

Fókus
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 20:24

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinin birtist fyrst á vef kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is og er hér endurbirt með leyfi:

Á Instagram hef ég reglulega minnst á eitthvað sem ég kalla SpariTott og fannst mér tilvalið að uppljóstra leyndarmálinu um hvað felst í SpariTotti fyrir bóndadaginn.

Upprunalega hugmyndin kemur vegna þess hversu leiðinlegt og erfitt mér fannst að gefa munnmök. Ég upplifði mikið óöryggi því ég var aldrei viss um hvort ég væri að gera þetta rétt eða hvort ég væri góð í þessu.

Ég efaðist um frammistöðu mína, ekki vegna þess að maki minn gerði athugasemdir, heldur vegna þess að ég upplifði eins og ég ætti bara að kunna þetta, en enginn hafði kennt mér og ég var of feimin til að spyrja hvernig ég ætti veita góð munnmök. Í sannleika sagt þá voru skilaboðin yfirleitt þannig, þegar ég googlaði eða spurði þann sem ég var að sofa hjá, að ég ætti bara að gera eins og í klámmyndunum. Þannig i mörg ár gerði ég bara eins og í kláminu, tók sjálfa mig nánast úr kjálkalið og verkjaði í hálsinn við átökin. Ég gafst yfirleitt upp og þoldi ekki þegar strákar báðu um tott.

Ég var sannfærð um að það hlyti að vera til betri leið!

Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu, svo mikla að ég meira að segja fjárfesti í online námskeiði sem átti að kenna manni að veita hin fullkomnu munnmök. Ég get staðfest að það voru mögulega verstu kaup sem ég hef gert á netinu og eina sem ég fékk út úr þessu námskeiði var hláturskast með makanum mínum yfir þeim aðferðum sem verið var að kenna.

Smám saman fór ég hins vegar að finna og prófa aðferðir sem hafa virkað og eru það sem ég kalla SpariTott.

Númer 1, 2 og 3 er að vera með gott sleipiefni. Sleipiefni er eitthvað sem ég hafði aldrei notað áður til þess að veita munnmök og aldrei séð það gert. Mitt uppáhalds sleipiefni til að nota í munnmökum er Uberlube, það er bragð- og lyktarlaust og áferðin er ekki klístruð.

Vatnssleipiefni virka að mínu mati ekki nægilega vel, þau þorna fyrr og eru yfirleitt með einhverju smá bragði sem truflar mig.

Bara það eitt og sér að nota sleipiefni í munnmökum er „game changer”, það gerir munnmökin margfalt einfaldari og þægilegri. Þú getur einnig bætt við dropa af sleipiefni með bragði frá t.d SystemJo til að gera þetta ennþá skemmtilegra. Bragðefnið kallar líka fram meira munnvatn og hjálpar til að halda svæðinu sleipu.

Ef þú kúgast auðveldlega, þá mæli ég með Oral delight. Það kemur með vanillu- og jarðaberjabragði, inniheldur aðeins náttúruleg efni og það hjálpar til við að deyfa kok og minnka „gag relfex”. Það virkar mjög vel fyrir þá sem kúgast auðveldlega þegar þeir veita munnmök en líka fyrir þá sem vilja bragðbæta leikinn.

Næsta skref er að velja sér typpahring. Að nota typpahring, án titrings, í munnmökum heldur typpinu stinnu og gerir það extra þrútið. Aðal bónusinn við að nota typpahring er að margir upplifa mun dýpri og lengri fullnægingu.

Vinsælustu typpahringirnir okkar eru:

Cock & Ball. Mjúkur typpahringur úr siloskin, sem er silíkon blanda, sem hentar fyrir allar stærðir og gerðir af typpum. Hann veitir miðlungs þrengingu og er fullkominn t.d. fyrir þá sem eru að kaupa sinn fyrsta hring.

Stærri endinn fer utan um punginn og minni hringurinn fer utan um typpið.

Armour Up: Þessi hringur hentar líka öllum stærðum og gerðum af typpum. Hringurinn fer utan um bæði pung og typpi og mér persónulega finnst þessi þægilegastur í SpariTott því hann er ekki á typpinu sjálfu heldur liggur hann við lífbeinið og undir pungin svo hann er aldrei fyrir.

Boners Flat Rings: Þessir koma 3 saman í pakka og eru mis þröngir. Þrengsti hringurinn er extra þröngur en margir fíla það, en svo ertu með tvo stærri sem geta farið utan um typpið eða pung eða bæði.

Typpahringurinn er settur á þegar typpið hefur náð fullri stinningu, svo það er gott að byrja með sleipiefni og bæta svo typpahringnum við.

Þó svo það sé ekki mælt með því að nota silíkon sleipiefni með silíkon tækjum þá er óhætt að nota Uberlube silíkon sleipiefni með öllum þessum hringjum án þess að þeir skemmist. Ég hef gert það í mörg ár og aldrei skemmt þá.

Ég hélt lengi að rúnk væri það þegar við notum hendurnar og tott þegar við notum munninn en var sjaldan að blanda þessu saman, bara annað í einu. Það veldur því að maður verður þreyttur í hálsinum, kjálkanum og munninum öllum heilt yfir. Það varð líka til þess að ég sýndi því lítinn áhuga en eftir að ég fann upp SpariTott þá nýt ég þess að veita munnmök.

Lykillinn að SpariTotti er ekki að það sé spari, þ.e. gefið sjaldan, heldur eitthvað sem sparar orkuna okkar og er auðvelt og skemmtilegt að gera. Eitthvað sem hjálpar okkur að auka sjálfstraustið okkar í svefnherberginu og fær okkur til að langa að veita oftar munnmök. Eitthvað einfalt sem við getum gert til að gleðja maka okkar.

Aðferðin er einföld

  1. Nota nóg af sleipiefni, setja á hendur og typpi.
  2. Nota typpahring fyrir dýpri og lengri fullnægingu
  3. Það er óþarfi að kyngja typpinu. Í SpariTotti erum við að vinna með að kyssa, sjúga og sleikja kónginn sem er efsti hlutinn á typpinu.
  4. Hendurnar sjá um mestu vinnuna.

Stellingin skiptir máli:

Best er að sitja beint fyrir framan typpið, ekki til hliðar, á meðan typpaeigandi liggur á bakinu. Typpaeigandinn getur einnig staðið og þú ert á lágum stól eða með kodda undir hnjánum. Hver og einn þarf að prófa sig áfram með hvaða stelling hentar honum best.

OKAY. Mynd/Getty

Næst gerir þú svona “OKAY“ merki með annarri hendinni, setur vísifingur og þumal saman og hefur typpið á milli. Svo fer eftir úthaldi og stærð typpisins hvort við séum að nota bara þessa tvo fingur til að strjúka upp og niður eða hvort við bætum við löngutöng og baugfingri, þá erum við að örva meira svæði.

Blandaðu saman mismunandi hreyfingum, hægt, hratt, þétt, laust. Svo getur verið skemmtileg tilbreyting að snúa “OKAY” merkinu þínu eins og þú sért að skrúfa tappa af flösku. Semsagt fara upp og niður og snúa gripinu til hliðanna á sama tíma. Það veitir extra unað. Hér er mikilvægt að vera með nóg af sleipiefni.

Í SpariTotti þarftu ekki að hreyfa hausinn/hálsinn fram og aftur heldur snýst þetta um að hreyfa hendina upp og niður eftir neðri hluta typpisins og munnurinn gælir við efsta hlutann á typpinu. Það sparar mikla orku og kemur í veg fyrir að maður fái illt í kjálkann eða hálsinn.

Þú þarft ekki að setja typpið lengst niður í kok svo það veiti unað og þú þarft ekki að láta munninn sjá um alla vinnuna. Deildu álaginu.

Typpi eru eins mismunandi og þau eru mörg. Sum eiga mjög auðvelt með að fá fullnægingu á meðan önnur eiga mjög erfitt með það. Passaðu að taka stöðuna á maka þínum, vill hann fá fastar, lausar, hraðar eða hægar?

SpariTott er ekki keppni heldur dekur, taktu þér tíma í að njóta. Lærðu hvað það er sem maki þinn vill og masteraðu hið fullkomna SpariTott í sameiningu með maka þínum.

Hægt er að taka SpariTott á næsta level, ef typpaeigandinn hefur áhuga, og nota rassatæki eins og t.d. Iker frá Svakom til að örva blöðruhálsinn á sama tíma.

Bónus tips er að spila sexy tónlist á meðan þú gefur eða þiggur SpariTott.

Það býr til stemningu og fær mann til að gleyma sér í ánægjunni. Lagalistann Blush Sexy Time má finna á Spotify en hann er fullkominn í SpariTott.

Höfundur: Gerður Arinbjarnar, eigandi Blush.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla