fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Spennuþrungið andrúmsloft á Hótel Múla er keppendur mættu í dómaraviðtöl

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 18:59

Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Universe 2021, Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe 2022, Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri Ungfrú Ísland og Ísabella Þorvaldsdóttir, Mis Supranational Iceland 2022. Mynd/Arnór Trausti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungfrú Ísland verður krýnd annað kvöld í Gamla bíó.

Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri keppninnar, segir stúlkurnar vera í góðum gír þrátt fyrir að það hafi verið spennuþrungið andrúmsloft vegna dómaraviðtalanna sem fóru fram fyrr í dag.

„Það eru margir mánuðir sem fara í að undirbúa svona viðburð og það hefur bara gengið vel. Þetta er áttunda skiptið sem ég held keppnina þannig það er svolítið komið í vöðvaminnið hvað þarf að gera. En þessa dagana sem við erum saman á hótelinu verður allt smá klikkað,“ segir hún.

Í gær skráðu stúlkurnar sig inn á Hótel Múla og verða þar saman þar til á miðvikudagskvöld.

„Dómaraviðtölin eru í dag og það er smá spennuþrungið andrúmsloft á hótelinu núna. Viðtölin eru oft mest stressandi parturinn af keppninni, en við erum öll ótrúlega hress og kát og mjög gaman hjá okkur. Stelpurnar í mjög góðum gír,“ segir hún.

Sjá einnig: Þessar stúlkur keppa um titilinn í ár

Stúlkurnar í ár ásamt Ungfrú Ísland 2022. Mynd/Arnór Trausti

Enginn að reyna að koma einhverjum fyrir kattarnef

Keppnin skiptist í þrennt: Dómaraviðtöl, sundfataatriði og síðkjólaatriði. Því vega viðtölin um þriðjung af heildarstigum keppanda og fær hver stúlka fjórar mínútur með dómurunum.

„Þetta er eiginlega mikilvægasti parturinn. Bæði því þetta er í fyrsta skipti sem dómararnir hitta stelpurnar og svo eru þeir að kynnast þeim á þessum fjórum mínútum. Þetta er ekki langur tími. Dómararnir fá tækifæri til að spyrja að því sem þeir vilja vita,“ segir Manuela og bætir við að það sé misskilningur að dómararnir séu að reyna að koma keppendum fyrir kattarnef.

„Það er enginn að reyna að koma neinum í einhver vandræði. Það er enginn að reyna að spyrja að einhverju sem þær geta ekki svarað. Þeir vilja bara að þeim gangi vel og kynnast þeim. Þetta er allt frábært fólk og mjög góðir einstaklingar. Margir halda kannski að þetta sé rosa stíft og óþægilegt, en það er ekki þannig. En það er náttúrulega stressið sem gerir þetta óþægilegt.“

Það er ný dómnefnd á hverju ári og eru allir dómararnir í ár frá Bandaríkjunum og tengjast fegurðarsamkeppnaheiminum með einhverjum hætti.

„Mér finnst það svo mikilvægt í svona litlu samfélagi að það sé enginn Íslendingur í dómnefnd,“ segir Manuela.

Öðruvísi snið í ár

Keppnin verður með aðeins öðruvísi sniði í ár. Þetta er áttunda skipti sem keppnin verður haldin hér á landi en undanfarin sjö ár hefur keppnin kallast Miss Universe Iceland en í ár er það Ungfrú Ísland.

Undanfarin ár hafa tvær konur verið krýndar á sviði, Miss Universe Iceland og Miss Supranational. Hins vegar í ár verður aðeins ein krýnd, sú sem vinnur Ungfrú Ísland. Hún fer síðan til El Salvador í nóvember og keppir fyrir hönd Íslands í Miss Universe.

Sú sem lendir í öðru sæti fær titilinn Miss Supranational Iceland og keppir í Miss Supranational næsta vor.

„Þegar ég tók við umboðinu á keppninni þá fannst mér fínt að nota það nafn – Miss Universe Iceland – en núna langar mig, því við erum eina keppnin hér á landi, að endurvekja þetta vörumerki – Ungfrú Ísland – sem allir þekkja,“ segir hún.

Keppnin verður annað kvöld, 16. ágúst, í Gamla bíó klukkan 20:00. Miðasala fer fram á Tix.is en áhugasamir geta einnig horft á keppnina í beinu streymi á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum