fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Jamie Foxx eyddi færslu sem þótti hatursfull

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 21:00

Jamie Foxx. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn heimsfrægi Jamie Foxx, sem meðal annars hefur hlotið Óskarsverðlaunin, hefur beðist afsökunar á færslu sem hann setti á Instagram-síðu sína og hefur hann eytt færslunni.

Foxx, sem er 55 ára gamall skrifaði í færslunni:

„Þeir drápu þennan gaur sem hét Jesús. Hvað heldurðu að þeir geri við þig?“

Lesendur síðu leikarans skildu eftir athugasemdir þar sem þeir sögðu færsluna einkennast af gyðingahatri. Algengt er meðal þeirra sem af einhverjum ástæðum hatast út í Gyðinga að saka þá sem heild um að hafa orðið Jesú Kristi að bana.

Rómversk kaþólska kirkjan hafnaði þessari hugmynd formlega árið 1965.

Foxx bað samfélag Gyðinga afsökunar á þessari færslu með nýrri færslu á Instagram.

Í nýju færslunni sagðist hann vita að orðaval sitt hefði verið móðgandi. Það hefði ekki verið ætlunin. Hvatinn að færslunni hefði verið sá að hann hefði verið svikinn af einstaklingi sem hann taldi vera vin sinn. Það var það sem hann hefði átt við með orðinu „þeir“ og ekkert meira en það.

Önnur kvikmyndastjarna, Jennifer Aniston, var gagnrýnd fyrir að líka við hina umdeildu færslu Foxx en hún gaf út yfirlýsingu á sinni Instagram-síðu þar sem hún lýsti yfir andúð á gyðingahatri.

Það var BBC sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro