fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fókus

Minnast föður síns Robin Williams – „Sakna þín og elska þig að eilífu!“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. júlí 2023 16:00

Robin Williams

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn ástsæli Robin Willams hefði orðið 72 ára á föstudag. Af því tilefni heiðruðu börn hans minningu föður síns með færslum á samfélagsmiðlum. Sonur hans, Zak Williams, birti mynd af föður sínum í hlutverki hans í myndinni Good Morning Vietnam og skrifar:

„Til hamingju með 72 ára afmælið pabbi. Ég minnist þess hvað ég elskaði þennan svip þinn. Þetta prakkaralega og ástríka glott sem vinir þínir og ástvinir þekktu svo vel. Glaður, forvitinn, dásamlegur. Sakna þín og elska þig að eilífu! “

Zak og Robin

Zak er sonur Williams frá fyrra hjónabandi hans. Williams á soninn Cody og dótturina Zelda frá seinna hjónabandi.

„Til hamingju með afmælið til pabba, sem væri örugglega þarna úti að berjast fyrir listina og listamenn í dag og í framtíðinni,“ skrifar Zelda og vísar til verkfalls leikara og handritshöfunda í Hollywood, en um er að ræða fyrsta verkfall leikara þar í 63 ár. Birti hún með mynd af föður sínum að mótmæla.

Robin Williams tók eigið líf í ágúst 2014, hann hafði þjáðst af þunglyndi um lengri tíma.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íþróttakonan Hekla Sif: Átröskunin tók yfir líf mitt

Íþróttakonan Hekla Sif: Átröskunin tók yfir líf mitt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það eru tökurnar sem skipta máli“

„Það eru tökurnar sem skipta máli“