fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Orðlaus eftir að hún fékk reikning frá vinapari eftir matarboð

Fókus
Mánudaginn 29. maí 2023 19:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarboð geta verið svo skemmtileg. Vinir að hittast, borða góðan mat, skiptast á skemmtilegum sögum og jafnvel spila einhver spil.

Ein kona fékk þó vægt áfall þegar hún fékk reikning frá vinahjónum eftir matarboð.

Það er vissulega verðbólga víða um heim og spyr fólk sig: Var þetta of langt gengið eða er þetta framtíð matarboðanna?

3500 krónur á haus

Konan opnaði sig um raunir sínar á Mumsnet og útskýrði hvað hafi gerst.

Hún sagði að vinahjón hennar og eiginmanns hennar hafi boðið þeim í mat. Þau mættu með vínflösku fyrir gestgjafana, eins og þau gera alltaf þegar þau fara í slík boð.

„Þetta var góður matur en eftir matarboðið fékk hver gestur reikning og beðinn um að borga matinn sinn. Mér fannst þetta ruglað, ég myndi aldrei biðja neinn um að borga fyrir matinn sinn ef ég var sú sem bauð þeim í mat,“ sagði hún.

Hún sagði að þetta hafi verið um 3500 krónur á haus „fyrir steik og önnur hráefni.“

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru margir hneykslaðir yfir hegðun gestgjafanna.

Virtust flestallir vera á sama máli um að þetta hafi verið dónaleg framkoma; ef þú ætlar að rukka gesti þá verðurðu að láta vita af því fyrirfram. Einnig benti fólk á að hún hafi komið með vín en það var ekki tekið með í reikninginn.

Netverjar hvöttu hana til að borga ekki krónu en hún viðurkenndi að hún hafi endað með að borga þeim þar sem hún þolir ekki svona óþægilegar aðstæður. Hún sagði að vinaparið væri væntanlegt í mat til þeirra eftir nokkrar vikur en hún ætli ekki að rukka þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég vil ekki vera eitthvað fórnarlamb í þessu viðtali, ég hef sjálf beitt andlegu ofbeldi“

„Ég vil ekki vera eitthvað fórnarlamb í þessu viðtali, ég hef sjálf beitt andlegu ofbeldi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Taka átti Davíð af foreldrum hans af því honum gekk illa að lesa

Taka átti Davíð af foreldrum hans af því honum gekk illa að lesa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórarinn fær bót meina sinna á svörtum markaði

Þórarinn fær bót meina sinna á svörtum markaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í stóra framhjáhaldsskandal morgunsjónvarpsins – Sögð brjáluð yfir að fyrrverandi makar þeirra séu nú saman

Nýjar vendingar í stóra framhjáhaldsskandal morgunsjónvarpsins – Sögð brjáluð yfir að fyrrverandi makar þeirra séu nú saman