fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið frá upphafi

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 10:21

Metfjöldi er á Reykjavík Bridgefestival sem haldin er í Hörpu þessa dagana og eru 60 ára aldursmunur á þeim elsta og yngsta sem taka þátt. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík Bridgefestival er haldið í Hörpu í dag og næstu daga. Yfir 700 manns eru skráðir til þátttöku og munu þeir spila tvímenning á fimmtudag og föstudag og sveitakeppni á laugardag og sunnudag.

Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem hefur verið haldið á Íslandi frá upphafi og hafa skráningar farið fram úr bjartsýnustu vonum að sögn Matthíasar Imsland, framkvæmdastjóra Reykjavik Bridgefestival og Bridgesambands Íslands.

,,Um þriðjungur spilara kemur erlendis frá og margir af bestu spilurum heims að mæta til leiks. Einnig mæta til leiks margir efnilegir spilarar. Það má meðal annars nefna að í danska kvennalandsliðiðinu er meðalaldur spilara rétt yfir 20 ára og í tveimur bandarískum sveitum mæta nýkrýndir Bandaríkjameistarar ungmenna. Það er einnig áhugavert að yfir 60 ára aldursmunur er á yngsta og elsta keppanda mótsins,“ segir Matthías.

Hann segir þessa miklu þátttöku til marks um gríðarlega aukningu á áhuga á bridge hér á landi síðasta árið. ,,Það hefur verið mikil aukning á spilurum og aldrei í sögunni hafa jafn margir skráð sig á námskeið til að læra bridge,“ segir Matthías enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni