fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“

Fókus
Mánudaginn 26. september 2022 18:00

Skjáskot/Eigin Konur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lísbet Dögg Guðnýjardóttir öskurgrét í símann þegar meintur gerandi hennar sagðist ætla að ganga í sama framhaldsskóla og hún.

Hún segir frá þessu í nýjasta hlaðvarpsþætti Eigin Kvenna á vef Stundarinnar.

Lísbet er nítján ára og eignaðist barn fyrir fjórum mánuðum. Í þættinum opnar hún sig um erfiða meðgöngu, fæðingarþunglyndi og hvernig það hafi verið að mæta – og vera áreitt af – meintum geranda á göngum skólans.

„Ég held að sambönd eigi ekki að vera svona“

„Gerandi minn, við vorum í sambandi eða eins miklu sambandi og maður er í 14-15 ára og það gekk svolítið mikið á,“ segir hún.

„Síðan hættum við saman og ég sagði við bestu vinkonu mína og einn vin minn: „Ég held að þetta hafi ekki verið heilbrigt […] Ég held að sambönd eigi ekki að vera svona.“ Síðan ræddi ég það ekki meira.“

Lísbet var búsett á Suðurlandi og hann á Vesturlandi svo hún reiknaði með að hann myndi sækja skóla fyrir vestan.

„En síðan fékk ég símhringingu frá honum, ég var í tíma og var ekki að pæla í því. Hringdi síðan til baka […] Og ég man ekki nákvæmlega hvað gerðist í þessu símtali en ég man hann sagði mér að hann væri að koma í FSu. Þá var farið að spyrjast út að ég væri að segja að þetta samband hafi verið svona og svona […] Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það. Ég fór í eitthvað svona „panic mode“ og byrjaði að hágráta, bara öskurgráta. Ég var ein og allir að spá hvað væri að þessari gellu. Ég hugsaði: „Hvað á ég að gera núna?““

Hún segir að atvikið sé í móðu. „Ég man eiginlega ekki eftir þessu. Ég fór í eitthvað „blackout“ og næsta sem ég man er að ég er að segja mömmu frá öllu sem hafði gerst, því hún vissi ekki neitt,“ segir hún.

„Síðan kom hann í skólann og mamma lét skólastjórnendur vita að þetta hafi gengið á. Þeir voru eitthvað reyna að passa að við yrðum ekki saman í tíma en ég var alltaf að fara að mæta honum á göngunum.“

Áreitti hana á göngunum

Lísbet segir að þau hafi aldrei rætt saman eftir símtalið fyrir utan einu sinni í partíi. Hún segir hann hafa harðneitað sök og hún hafi þá útskýrt þá fyrir honum að henni fannst hann hafa brotið á sér.

„Hann gat í rauninni ekki sagt neitt. En við höfum ekkert spjallað meira saman,“ segir hún.

„Fyrir utan þegar hann sagði eitthvað við mig á göngunum.“ Hún segir hann meðal annars hafa sagt við vini sína fyrir framan hana: „Sjáið hvað hún er feit“ þegar hún mætti í nýrri úlpu í skólann.

Lísbet dró sig í hlé að mestu frá skóla og félagslífi í hálft ár. „Því ég gat ekki meira,“ segir hún.

„Ég man ég sagði við mömmu: „Mig langar ekki að lifa lengur. Mér finnst svo ósanngjarnt hvað hann fær alltaf allt og ég þarf alltaf að víkja frá.“ Ég get sagt að ég væri ekki hér ef ég hefði ekki mömmu, hún er minn stærsti klettur og hefur alltaf verið.“

Það er hægt að horfa á þáttinn og lesa ítarlegri grein á vef Stundarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell