fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Heimsfrumsýning á Sumarljósi Elfars Aðalsteins – Sjáðu stikluna

Fókus
Föstudaginn 23. september 2022 18:01

Ólafur Darri Ólafsson er meðal leikenda í myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin í leikstjórn Elfars Aðalsteins. Elfar skrifar einnig handritið sem er byggt á samnefndri skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut fyrir hana Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006.f

Myndin verður heimsfrumsýnd á lokakvöldi RIFF þann 8. október komandi og fer svo í almennar sýningar 14. október.

Sögusvið myndarinnar er smáþorp á Íslandi og sögur af íbúum þess. Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55.

Aðalleikarar: Ólafur Darri Ólafsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Heiða Reed, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Jóhann Sigurðarson, Atli Óskar Fjalarsson, Sigurður Ingvarsson, Kristbjörg Kjeld, Anna María Pitt, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Víkingur Kristjánsson ofl.

Um RIFF
RIFF er nú haldin í nítjánda skiptið og fer fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Hátíðin hefur skipað sér á bás sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja áhuga á kvikmyndamenningu, auka kvikmyndalæsi og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi með áherslu á alþjóðlega strauma. RIFF er einnig ætlað að skapa farveg fyrir viðskipti, nýsköpun, listsköpun, myndun alþjóðlegs tengslanets og samræðu við samfélagið og samtímann. RIFF er óháð hátið, rekin án hagnaðar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu