fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Þórhildur: „Ég vissi að ég vildi prófa að vera með konum, en mig langaði samt ekkert að hætta með manninum mínum“

Fókus
Þriðjudaginn 20. september 2022 09:24

Þórhildur. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Magnúsdóttir er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Þórhildur er verkfræðingur og heldur námskeið fyrir pör. Hún hefur vakið athygli fyrir að tala hispurslaust og hreinskilið um opið samband sitt og eiginmanns síns en viðurkennir að hún hafi fyrst verið hikandi um að opna á þessa umræðu. Hún ákvað að láta slag standa og opnaði Instagram-síðuna Sundur og saman.

Sjá einnig: Þórhildur á eiginmann og kærasta – „Þetta er enginn feluleikur“

„Þegar ég byrjaði með Instagram-síðuna ætlaði ég fyrst bara að tala um sambönd og veigraði mér við því að fara alla leið. Er ég að fara að vera manneskjan sem opnar þessa umræðu fyrir alla þjóðina?,” segir Þórhildur og heldur áfram:

„Við vorum búin að vera í opnu sambandi í nokkur ár áður en það fór í opinbera umræðu. Ég og maðurinn minn sammælumst yfirleitt um alla umfjöllun og viðtöl sem ég fer í, en pandóruboxið er opið núna og ég sný ekki til baka úr þessu. Ég er örugglega að triggera mjög marga og biðst bara afsökunar á því. En við hljótum að eiga að geta rætt þessa hluti. Margir eru með mjög sterkar skoðanir á þessu og sumir eiginlega bara brjálaðir. En ég hef verið mjög góð alveg frá byrjun í að láta það ekki hafa áhrif á mig þó að einhverjir séu brjálaðir út í mig á samfélagsmiðlum eða í kommentakerfum. Ég næ að taka meira mark á öllum jákvæðu skilaboðunum sem ég fæ. Minn ótti er meira hvort ég megi vera að bjóða upp á ráðgjöf í samböndum, menntuð í hagfræði og verkfræði. Þannig að neikvæð skilaboð um það hafa haft meiri áhrif á mig heldur en fólk sem er með sterkar skoðanir á því að ég sé í opnu sambandi.”

Þórhildur og eiginmaður hennar. Mynd/Instagram – Þórhildur og kærasti hennar. Mynd/Instagram @sundurogsaman

Ákváðu að opna sambandið

Í þættinum segir hún frá upphafinu að þeirri ákvörðun að opna hjónabandið

„Fyrst fannst mér þetta bara áhugavert, en ég var ekki komin á þann stað að biðja hann um það eða vera viss um að ég vildi þetta. En þetta vakti mikinn áhuga hjá mér og þaðan byrjaði ég að ræða þetta við manninn minn. Svo leið talsverður tími þar til að við tókum skrefið. Ein af ástæðunum fyrir því að ég fann að ég vildi gera þetta var að ég veit að ég er tvíkynhneigð, en hafði aldrei prófað það af neinu viti. Ég vissi að ég vildi prófa að vera með konum, en mig langaði samt ekkert að hætta með manninum mínum. En það tók svo auðvitað tíma að ákveða endanlega að opna sambandið og taka skrefið alla leið,“ segir hún.

„Allir vilja vera heiðarlegir“

Þórhildur vill eiga þátt í því að við ræðum heiðarlega um hluti.

„Ég held að við séum árið 2022 komin á stað þar sem allir vilja vera heiðarlegir og hafa hlutina uppi á borðum. Við erum í grunninn dýr og megum ekki gleyma því. Ég vil ekki láta festa mig í einhverjum hlekkjum þegar kemur að kynlífi og þegar allt er uppi á borðum og heiðarlegt getur þetta gengið mjög vel. Lykilatriði í öllum samböndum, sama hvort þau eru opin eða ekki, er að fólk sé heiðarlegt og þori að berskjalda sig. Mjög margir kaupa sig inn í hefðbundið samfélagsmunstur, án þess að vilja það og það endar bara á að springa. Fólk er að halda framhjá og skilja úti um allan bæ og það er ekki eins og hefðbundna munstrið sé að virka fullkomlega hjá öllum. Það er frábært þar sem það virkar, en hver og einn verður að fá að finna hvað hentar og hvað viðkomandi vill í sínu lífi. En aðalatriðið er að þora að sýna það hver maður raunverulega er,“ segir hún.

Þáttinn með Þórhildi og alla aðra þætti Sölva Tryggvasonar má nálgast á heimasíðunni:solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“