fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Þórhildur á eiginmann og kærasta – „Þetta er enginn feluleikur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. mars 2022 11:30

Þórhildur og eiginmaður hennar. Mynd/Instagram - Þórhildur og kærasti hennar. Mynd/Instagram @sundurogsaman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Magnúsdóttir heldur námskeið fyrir pör, Stórkostleg sambönd, og heldur einnig úti vinsælu Instagram-síðunni Sundur og saman (@sundurogsaman).

Þar leyfir hún fylgjendum sínum að skyggnast á bak við tjöldin í fjölkæru sambandi, en Þórhildur aðhyllist fjölástalífsstíl. Hún á eiginmann og kærasta og ræddi nánar um það í Mannlega þættinum á Rás 1.

Þórhildur kynntist eiginmanni sínum í framhaldskóla þegar hún var sautján ára, árið 2007, og eiga þau saman tvö börn. Þau ákváðu að opna sambandið fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Hún sagði í Mannlega þættinum að hún líti á það sem gleðiefni þegar eiginmaður hennar fer á stefnumót með öðru fólki og engin takmörk séu á hversu mörg sambönd þau mega eiga við aðra utan hjónabandsins.

„Þú myndir ekki takmarka hversu marga vini konan þín á, og að sama skapi erum við ekki að takmarka hversu mörg sambönd. Hvort maðurinn minn myndi vilja fara á deit með konu sem honum líst á,“ segir hún.

Hjónabandið var þó ekki opnað sísvona heldur tók við langur undirbúningur að sögn Þórhildar.

„Það fóru alveg tveir þrír mánuðir í að tala um þetta og endurskoða hvernig við lítum á sambönd og sambandið okkar. Þetta var langur undirbúningur áður en við ákváðum að opna,“ sagði hún.

Þegar þau opnuðu sambandið héldu margir í kringum þau að skilnaður væri yfirvofandi en Þórhildur segir þessa ákvörðun hafa styrkt sambandið.

Eiginmaðurinn og kærastinn þekkjast lítið

Þórhildur á kærasta sem hún kynnti fyrir fylgjendum sínum fyrr á árinu, en þau kynntust í lok sumars 2021.

Í þættinum sagði Þórhildur að eiginmaðurinn og kærastinn „þekkjast lítið en þetta er enginn feluleikur eða þannig […] Það er ekki þannig að þeir vilji ekki hittast en maður þekkir þá á öðrum forsendum.“

Hún tók dæmi sem að einstaklingur á kannski vin sem hann fer með í fjallgöngur og svo annan vin sem hann fer með í golf.

Þórhildur ræðir nánar um þetta í þættinum sem má hlusta á í heild sinni hér.

Fylgstu með Þórhildi á Instagram þar sem hún er dugleg að deila alls konar sambandsfróðleik og fréttum úr sínu lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“