Aflraunakeppnin Sterkasti maður Íslands 2022 var haldin um helgina, á Selfossi og í Reiðhöllinni í Víðidal, Reykjavík. Mótið var afar glæsilegt og fylgdist fjöldi áhorfenda með og skemmtu sér afar vel.
Meðal annars var keppt í trukkadrætti, réttstöðulyftu, Banner-rafgeymalyftu, uxagöngu með 400 kg, axlarpressu og náttúrusteinatökum.
Kristján Jón Haraldsson bar sigur úr býtum og er Sterkasti maður Íslands árið 2022. Stefán Karl Torfason varð í öðru sæti og Páll Logason í þriðja sæti. Hörð keppni var á milli þriggja efstu keppendanna.
Hægt er að horfa á allt mótið í tveimur spilurum hér að ofan. Keppnisdagur 1 er í efri spilaranum og keppnisdagur 2 í neðri spilaranum.