fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Olivia Newton-John er látin

Fókus
Mánudaginn 8. ágúst 2022 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leik- og söngkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. Eiginmaður hennar, John Easterling, greindi frá andlátinu og sagði að Olivia hafi látist friðsamlega á búgarði þeirra í Kaliforníu í morgun, umkringd vinum og fjölskyldu.

Olivia hafði barist við brjóstakrabbamein í rúmlega 30 ár. Dánarorsök hefur ekki verið opinberuð en samkvæmt TMZ segir heimildarmaður úr nærumhverfi Oliviu að hún hafi tapað áratugalangri baráttunni við krabbamein.

Olivia sló í gegn á áttunda áratug síðustu aldar með slögurum á borð við If Not for You og Have You Never Been Mellow.

Hún sló svo rækilega gegn í hlutverki „Sandy“ eða SöndruDee í kvikmyndinni Grease þar sem hún lék á móti John Travolta.

Stærsti slagari hennar kom svo út 1981, en það var lagið Physical sem var í fyrsta sæti topplista í 10 vikur sem á þeim tíma var nýtt met.

Olivia var líka þekkt fyrir aktívisma fyrir bæði dýrum og umhverfinu.

Olivia gaf reglulega út tónlist og brá fyrir í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á seinni árum ferilsins. Í desember 2019 komu hún og John Travolta saman til að syngja lögin úr Grease söngleiknum á tónleikum í Flórída og í janúar á síðasta ári gaf hún út nýtt lag, Wondow in the Wall með dóttur sinni Chloe Lattanzy.

Árið 2017 greindi hún frá því að hún væri komin með brjóstakrabbamein í þriðja sinn og hafði það að þessu sinni dreift sér í beininn. Hún var töluvert verkjuð vegna meinsins og var mjög opin með það að nota kannabisolíu til að meðhöndla verkina, en dóttir hennar á kannabis-ræktun í Bandaríkjunum.

Olivia lætur eftir sig eiginmann og eina dóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“