fbpx
Fimmtudagur 29.september 2022
Fókus

Tangó, eyrnasneplar og bílnúmeraplötur – Sérviska fræga og valdamikla fólksins sem fæstir vita af

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Zuckerberg, herra Facobook sjálfur, er almennt talinn fremur sérvitur. Þeir eru meira segja til sem segja hann í raun geimveru. Hver veit?

Ein sérviska Zuckerberg er að frá árinu 2011 borðar hann bara dýr sem hann veiðir eða drepur sjálfur. Í versta falli krefst hann að vera viðstaddur þegar máltíðin tilvonandi yfirgefur þennan heim. Rök hans eru að til að vera viss um hollustu fæðunnar þurfi hann persónulega að fylgjast með öllu ferlinu, frá slátrun að diski. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig á  Zuckerberg sinn eigin búgarð og hefur starfsfólk ströng fyrirmæli um æti dýranna, slátrun og vinnslu.

Mark Zuckerberg Mynd/Getty

Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, hafði yfir að búa ákveðnum sjarma sem höfðaði mjög til landa hans. Hann mun hafa verið afar tilfinningalega opinn og mikill knúsari. En það er eitt sem stendur upp úr og mun hafa einkennt Reagan. Hann var afar upptekinn af eyrnasneplum og hafði fyrir sið að snerta og nudda eyrnasnepla fólks sem honum þótti sérlega vænt um.

Það er ekkert sem bendir til þess að þessi vani forsetans fyrrverandi hafi verið á nokkurn hátt kynferðislegur. Einfaldlega verið hans privat aðferð við að sýna væntumþykju.

Ronald Reagan Mynd/Getty

Annar fyrrverandi forseti, hinn eini sanni Donald Trump er þess fullviss að fullyrðingar um kosti líkamsræktar séu ekkert annað en lygi og í raun valdi líkamsrækt skaða og leiði til ótímabærs dauða. Þegar að læknir forsetans benti Trump á að mittismál mál hans væri breiðara en æskilegt væri, samþykkti Trump að taka sig aðeins á í mataræði.

Mataræði Trump gengur næstum einvörðungu út á hamborgara og vel steiktar steikur sem hann skolar niður með gosi. Sykurlausu þó. Hann neitaði samt alfarið að hreyfa sig. Trump lét hafa eftir sér fyrir einhverjum árum að fólk fæddist með ákveðið magn orku, ekki ósvipað batteríi. Og ef að sú orka væri nýtt ,,ofnýtt”, til dæmis með líkamsrækt, væri það ávísun á styttri lífaldur. Sem er vissulega áhugaverð kenning.

Því má við bæta að Trump stóð ekki við loforð sitt um hollara æti.

Donald Trum Mynd/Getty

Bill Gates hefur svo árum skiptir verið með ríkustu mönnum heims. En svo var þó ekki alltaf. Þegar að Gates var nýbúinn að stofna Microsoft lagði hann númeraplötur allra sinna starfsmanna á minnið. Hann lagði það síðan í vana sinn til að fara nokkrum sinnum á dag út á bílastæði til að sjá hvenær fólk mætti í vinnu, hvort það væri að skjótast frá og hverjir ynnu fram á kvöld. Vissulega furðulegt og margir myndu jafnvel segja krípí.

Gates hætti þessu á endanum, enda voru starfsmenn fyrirtækisins þá orðnir of margir til að jafnvel Gates gæti munað öll bílnúmerin.

Bill Gates Mynd/Getty

Frans páfi er þekktur fyrir einlæga ást sína á fótbolta, ís og pizzu. En það sem kannski færri vita er að Frans er mikill dansáhugamaður og mun vera sérlega elskur að tangó. Páfinn mun víst vera afar liðtækur dansari þegar sá gállinn er á honum en hann tangó er þó hans sérsvið. Hann er einnig hrifin af latneskri tónlist og hef kynnt sér sögu hennar til hins ítrasta.

Frans ku getað þulið upp allar helstu söngstjörnur Suður-Ameríku í gegnum árin í svefni. Frans er þó kominn nokkuð vel við aldur og ólíklegt að hann taki sporið í Vatikaninu lengur.

Frans páfi Mynd/Getty

Lady Gaga en óneitanlega með kynþokkafyllri konum og óhrædd við að sýna sínar lögulegu línur, oft á ögrandi hátt. Hún er illa séð með heittrúaðra og svo að segja alfarið bönnuð á útvarpsstöðvum hins svokallaða biblíubeltis Bandaríkjanna. Þar er hún talin ungviðinu skelfileg fyrirmynd sem hvetji til lauslæti og hórdóms.

Sem er reyndar skondið því sjálf var Gaga alin upp sem heittrúaður kaþólikki og hefur frægðin engu breytt um trúarskoðanir hennar. Hún hefur sagt að hún vilji ekki troða sínum skoðunum upp á aðra en persónulega sé hún afar andsnúin kynlífi fyrir hjónaband.

Ekki að það sé á neinn hátt sérviska en óneitanlega skondið sé litið til þess hversu dugleg Gaga er við að nýta kynþokka sinn í list sinni.

Lady Gaga Mynd/Getty

Vladimir Pútín hefur ekki verið góður til heilsunnar að margra mati að undanförnu og því óvíst hvort hann fylgi þeirri ströngu rútínu sem hann hélt sig við upp á mínútu til fjölmargra ára.

Pútín lagði það í vana sinn að vinna fram á nótt og fara ekki á fætur fyrr en um hádegi. Þá át hann eina skál af kotasælu, aðra af hafragraut og að lokum eggjahræru. Pútín var með ströng fyrirmæli um hvaðan maturinn kæmi og vei þeim sem hefði bara skotist í hið rússneska Bónus. Að máltíð lokinni fékk Pútín sér alltaf tvo kaffibolla. Því næst synti hann í nákvæmlega tvo tíma, lyfti lóðum í hálftíma og fór svo í sjóðandi heitt bað. Þaðan fór hann í ísbað.

Alls tók rútínan fjóra klukkutíma, upp á mínútu.

Vladimir Putin. Mynd/Getty

Fyrrverandi kanslari Þýskalands, Angela Merkel, fæddist Austur Þýskalandi og bjó þar undir ógnarstjórn kommúnista fyrstu 35 ár lífs síns. Oft var mikill vöruskortur í landinu og þegar að sendingar af nauðsynjavörum bárust, var það vani fólks að hamstra eins og það gat. Þrátt fyrir hrun múrsins var óttinn við vöruskort það innviklaður í Merkel að hún hefur viðurkennt að kaupa oft gríðarlegt magn af mat og hreinlætisvörum sem fyllti heimili hennar, og hún hafi í raun ekkert við að gera.

Hún hefur einnig látið hafa eftir sé að hafa aldrei vanist fullkomlega vestrænum stórverslunum og öllu þeirra vöruúrvali.

Angela Merkel. Mynd/Getty

Kannski erum við hin ekkert skrítnari en gengur og gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?

Kyntröllið sem hvarf – Hvað varð um Brendan Fraser?
Fókus
Í gær

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði

Rakar sig ekki og notar ekki svitalyktareyði
Fókus
Í gær

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“

Melkorka afhjúpaði karlmann sem sendi á hana óumbeðna typpamynd – „Þetta var nánast upp á hvern dag þegar ég var ljóshærð“
Fókus
Í gær

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian

Rýfur þögnina um orðróminn um hann og Khloé Kardashian
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“

Hafsteinn missti börnin sín: „Þetta var bara manndráp af gáleysi … Stjórnvöld einhverra hluta vegna leyfðu þessu að gerast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“

Lísbet Dögg hágrét þegar meintur gerandi sagðist ætla í sama skóla og hún – „Hann sagði að ég þyrfti að passa mig og ég missti það“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum

Harðlega gagnrýnd fyrir að birta nektarmyndir af sér og syni sínum