fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Telja að Filippus Bretaprins hafi verið guðleg vera

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 6. ágúst 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á eyjunni Tanna, í Vanatu eyjaklasanum í suðurhluta Kyrrahafsins, er Filippus sálugi drottningarmaður og hertoginn af Edinborg, tilbeðinn sem guðleg vera. Þó ekki af öllum 30 þúsund eyjaskeggjum heldur einungis 400 meðlimum Yaohnanen ættbálksins.

Allt hófst þetta með heimsókn konungshjónanna árið 1974.

Allt hófst þetta með heimsókn konungshjónanna til eyjarinnar árið 1974 þegar að konungshjónin brugðu sér sem oftar af bæ og í opinbera heimsókn til eyjarinnar.

Og eflaust hafa þau Beta og Pusi gleymt heimsókninni um leið og hún var yfirstaðinn, enda slíkar heimsóknir lítt meira spennandi fyrir kóngafólkið en ferðir í Rúmfatalagerinn fyrir okkur hin sem ekki skarta bláu blóði.

Filippus mun hafa haft gaman af ,,guðdómnum“ Mynd/Getty

Sonur anda jarðarinnar

Ævagömul þjóðsaga kveður Yaohnanen kveður hins vegar á um að sonur anda jarðarinnar muni fæðast á eyjunni en flytja þaðan ungur til að kvænast valdamestu konu heims. Sem slíkur muni hann svo snúa heim og vernda eyjaskeggja gegn öllu illu að eilífu.

Og þegar að Filippus mætti ásamt drottningu sinni þótti lítill vafi vera á að hér væri mættur hinn almáttugi andans sonur og það í fylgd heimsins voldugustu konu.

Ættbálkurinn trúir því að Filippus hafi fæðst á eyjunni, ekki Grikklandi sem sé lygasaga til verndar ,,sannleikanum.” Prinsinn hafi flutt með leynd til Bretlands á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld til þess að tryggja Tanna ævarandi blessun og miðpunkt breska heimsveldisins

Myndir af af prinsinum eru helsta stofustáss heimilanna og gríðarmikil hátíðarhöld eru haldin ár hvert þann 10. júní, á afmælisdegi drottningarmanns. Meðlimir ættbálksins sendu oft Filippusi bréf og gjafir sem hann tók ávallt vel í og svaraði af kurteisi. Árið 2007 tók hann meira að segja á móti sendinefnd frá Tanna sem vildi votta honum virðingu sína og þakkaði Pusi fyrir sig með virktum enda mun hann hafa haft lúmskt gaman af öllu havaríinu.

Fylgdu kvikmyndagerðarmenn ættbálknum á ferð sinni til Bretlands og var fundurinn langþráði myndar í bak og fyrir.

Öll heimili skarta mynd af prinsinum.

100 daga sorg

Eðlilega voru meðlimir Yaohnanen ættbálksins miður sín við fráfall prinsins í apríl í fyrra og var hann syrgður í 100 daga. Á hverju kvöldi alla dagana hundrað settust framámenn ættbálksins í kringum eld, drukku brugg með inniheldur efni sem sennilegast verða seint lögleg á klakanum í Atlantshafi, og minntust leiðtoga síns.

Ekki var litið á Filippus sem guð í hefðbundnum skilningi, heldur dauðlegan mann sem hin forni andi hafði bústað í. Sem þýðir að þótt Filippus blessaður sé ekki lengur á meðal vor er andi jarðarinnar enn til staðar. Hann hefur bara flutt búsetu sína. Margir meðal ættbálksins telja það augljóst að andinn hafi flutt sig yfir í Karl prins og var honum fagnað sem slíkum við heimsókn sína til eyjarinnar árið 2018.

Karl prins?

Það eru þó ekki allir meðlima Yaohnanen jafn vissir í sinni sök og telja rétt að hinkra og sjá hvort Kalli sé í raun og sann hinn eini sanni verndari. Í viðtali við breskan blaðamann, sem brá sér til eyjarinnar í fyrra til að sjá með eigin augum viðbrögð eyjaskeggja við fráfalli Filippusar, sagði leiðtogi ættbálksins að ekkert lægi á.

Frá heimsókn Karl prins árið 2018.

Enda er fólk lítið að flýta sér á Tanna, þar sem lífið hefur lítið sem ekkert breyst í hundruð ára.

Sannleikurinn mun koma í ljós á endanum og lítið annað að gera en taka lífinu með ró á meðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“