fbpx
Laugardagur 01.október 2022
Fókus

Simmi opnar sig um kjaftasöguna sem gekk í kjölfar skilnaðarins – „Ég hef stundum verið talinn hommi“

Fókus
Föstudaginn 5. ágúst 2022 11:43

Sigmar Vilhjálmsson og Sigga Dögg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir fékk veitinga- og athafnamanninn Sigmar Vilhjálmsson í viðtal á Instagram-síðu sinni í tilefni af Hinsegin dögum. Óhætt er að segja að farið hafi verið um víðan völl í spjallinu sem var afslappað og hressandi og fjallaði að stórum hluta um kynlíf, langanir og hneigðir.

Meðal annars ræddi parið um þann hóp karlmanna, sem er fjölmennari en margir halda, sem að njóta þess að stunda kynlíf með öðrum karlmönnum en skilgreina sig samt ekki sem samkynhneigða. Sagði Sigga Dögg frá því að það þekktist að karlmenn í gagnkynhneigðum hjónaböndum hafi frípassa til þess að svala þessum löngunum sínum og að hún hefði það frá samkynhneigðum vinum sínum að allmörg dæmi væri um slíkt hérlendis.

Í tengslum við þessa umræðu opnaði Simmi sig um þá kjaftasögu, sem gekk fjöllum hærra í kjölfar skilnaðar hans, að ástæða hans hafi verið sú að Simmi hefði verið með karlmanni.

„Ég hef stundum verið talinn hommi,“ sagði Simmi og tók fram að það væri fínt og enda ekkert niðrandi né ærumeiðandi við það. Kjaftasagan hafi farið á flug í kjölfar hjónaskilnaðar hans og verið svo hávær að hann þurfti að setjast niður með börnunum sínum og ræða málin opinskátt.

„Ég hef oft hugsað um að það væri ótrúlegt frelsi ef maður hefði þessa löngun, sem ég hef ekki, að geta verið með öllum,“ segir Simmi og blés þar með á sannleiksgildi kjaftasögunnar. Greinir Sigga Dögg þá frá því að hún sé aftur á móti þar og geti hugsað sér að vera með fólki af öllum kynjum.

Hér má hlusta á hressandi spjall Simma og Siggu Daggar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Faðir minn mun verða konungur svo þú skalt passa þig“

„Faðir minn mun verða konungur svo þú skalt passa þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannesarholt opnar eftir árshlé eftir rausnarlegt framlag frá New York – Friðrik V. með veitingareksturinn

Hannesarholt opnar eftir árshlé eftir rausnarlegt framlag frá New York – Friðrik V. með veitingareksturinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sendi nektarmyndir á ókunnuga karlmenn á flugvelli

Sendi nektarmyndir á ókunnuga karlmenn á flugvelli