fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fókus

Taka þátt í vinsælli „kynlífs-áskorun“ til að auka nánd – „Sum kvöldin er þetta bara hörkuvinna“

Fókus
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumkvöðullinn og hlaðvarpsstjórnandinn Steph Claire Smith greindi hlustendum sínum í hlaðvarpinu KICPOD frá því á dögunum að hún og eiginmaður hennar, Josh Miller, eru að taka þátt í vinsælli „kynlífs-áskorun“ um þessar mundir.

Áskorunin fellst í því að pör stunda kynlíf daglega í einn mánuð, eða 30 daga.

„Við erum á degi 13 og mig langaði að minnast á þetta og svo reikna ég með að hafa mun meira að segja þegar áskoruninni er lokið.“

Meðstjórnandi þáttarins, Laura, velti því þá fyrir sér hvernig Steph hefði úthaldið í þetta þar sem nóg er að gera í lífinu og frítíminn af skorun skammti. Steph á einnig barn á öðru ári.

Steph útskýrði þá að hún og maður hennar hafi ákveðið að laga áskorunina að þeirra þörfum og skilgreina „kynlíf“ í áskoruninni sem alla nánd sem fer umfram það að kyssast. Þannig sé áherslan á nándina en ekki á að það sé einhver skylda til að hafa samfarir.

„Við erum oft þreytt og það koma „þurr“ tímabil en alltaf þegar við erum náin þá bara gerir það allt betra,“ útskýrði Steph. „Og eins mikið og ég hata að viðurkenna það þá koma tímar þar sem ég bara hreinlega vil ekki gera það. Ég veit samt að þegar ég virkilega hugsa um það, þegar við erum svona náin þá erum við betri við hvort annað og ástríkari.“

Þau hafi ákveðið að takast á við þessa áskorun til að ná betur saman og vissu ekki til að byrja með hvernig þetta myndi ganga. Þau fengu hugmyndina af netinu þar sem margir netverjar hafa fjallað um áskorunina og greint frá árangri sínum.

„Sum kvöldin er þetta bara hörkuvinna,“ útskýrir Steph og bætir við að hún og maður hennar séu farin að reyna að stilla saman strengi síðan yfir daginn til að koma í veg fyrir að þurfa að hafa samfarirnar alltaf á kvöldin þegar orkan er sem minnst.

„Það eru alveg dagar þar sem við höfum rifist og svo þurfum við að stunda kynlíf. En aftast í huganum viljum við virkilega gera þetta fyrir hvort annað svo við látum okkur hafa þetta.“

30-daga kynlífsáskorunin hefur gengið um netheima undanfarin ár eftir að hún birtist fyrst á Reddit í október 2017.  Áskorunin er eftirfarandi, en athugið að í upprunalegu áskoruninni sem er lauslega þýdd hér að neðan er miðað við samfarir milli legganga- og limhafa:

Dagur 1 – Stunda kynlíf á tíma sem er ekki rétt fyrir svefninn. Til dæmis í hádeginu, um morguninn eða eftir ræktina

Dagur 2 – Skoðið lista yfir kynlífsstellingar, bók um kynlífsstellingar eða myndbönd um Kama Sutra saman. Veljið nokkrar nýjar stellingar til að prófa. Gætið þess að segja bólfélaganum hvað ykkur finnst líta út fyrir að vera gott og hvers vegna. Haldið ykkur við auðvelda hluti. Enginn tilgangur í því að slasast á degi 2. 

Dagur 3 – Stundið kynlíf tvisvar sama daginn 

Dagur 4 – Lesið erótíska smásögu saman fyrir kynlífið. Finnið góða sögu á netinu og veljið sitt hvora smásöguna. 

Dagur 5 – Sturtu-kynlíf. Notið mikið af sápu en farið varlega. Vatnssleipiefni (ekki sturtu vatnið eða sápa) er ráðlagt. 

Dagur 6 – Nudda allan líkamann fyrir kynlífið 

Dagur 7 – Sjortari (qQuickie). 10 mínútur eða styttra. Reynið að gera það á skemmtilegum stað eða tíma. Til dæmis á meðan þið útbúið morgunmat og standið í eldhúsinu. Bónusstig – Tvisvar sama daginn. 

Dagur 8 – Bíltúr. Leggið bílnum, farið í sleik og stundið bíla-kynlíf. Valkvætt – Fara svo heim að stunda kynlíf. Ekki brjóta nein lög. Kannski bara gera þetta í bílnum inni í bílskúr. 

Dagur 9 – Kynlíf þar sem annað ykkar situr á stól eða sófa, þið snúið að hvort öðru og frá hvort öðru. 

Dagur 10 – Munaðarfullt olíunudd fyrir kynlífið. Mælt er með handklæði eða gömlu laki. 

Dagur 11 – Bara munnmök. Segðu bólfélaganum hvað er að virka fyrir þig og haldið áfram þar til þið fáið það bæði. Stellingin 69 bönnuð. 

Dagur 12 – Leyfðu henni að drottna. Segðu bólfélaganum hvað þú vilt. Bónusstig – Reipi eða handjárn. 

Dagur 13 – Hún gefur honum fullnægingu. Engar samfarir, bara hendur, munnur eða líkami. Bónusstig: Notið brjóst eða fætur til að framkalla fullnæginguna. 

Dagur 14 – Finnið nýjan stað á heimilinu fyrir kynlífið. Eldhúsið, baðið, stofuna, stól, sófa, gólf og svo framvegis. 

Dagur 15 – Þið sjáið um ykkur sjálf fyrir framan hvort annað. Best að klára á sama tíma. Deilið því hvernig ykkur líður. Notið það sem ykkur sýnist. Fylgist með og lærið. 

Dagur 16 – Kama Sutra fyrir lengra komna. Finnið 2-3 stellingar sem reyna svolítið á og látið á það reyna. Gætið þess að slasa ykkur ekki. 

Dagur 17 – Bætið leiktækjum í kynlífið. Titrarar, dildótyppahringir, endaþarmskúlur og kitlur. Þetta snýst um að finna hvað virkar. Bónusstig – Wevibe eða önnur leiktæki sem þið getið notið saman á sama tíma. 

Dagur 18 – Horfið saman á klám. Mynd sem er að lágmarki 30 mínútur að lengd. Bónusstig – Fróið (ykkur eða bólfélaganum) eða stundið kynlíf á meðan þið horfið. Byrjið á einhverju vægu ef þið hafið ekki horft áður. 

Dagur 19 – Kynlíf án samfara. Hendur, líkami, leikföng, munnur. Bæði þurfa að fá það. 

Dagur 20 – Deilið fantasíum í dag með tölvupóst. (Varúð – ekki nota vinnupóstinn) veljið eina fantasíu til að leika eftir. Bónusstig- Búningar. 

Dagur 21 – Farið í kynlífstækjaverslun saman. Þið verðið bæði að kaupa eitthvað. Kynlífsleikföng, kynlífsleikir, myndbönd eða bækur. 

Dagur 22 – Hann fær hana til að fá það. Engar samfarir. Bara hendur, munnur eða leikföng. 

Dagur 23 – Slakið aðeins á og njótið þess að stunda bara kynlíf í kvöld

Dagur 24 – Kynlífsleikur – teningar, snúningshjól eða smáforrit. Finnið eitthvað skemmtilegt til að spila. 

Dagur 25 – Hægið á ykkur. Stundið kynlíf á fjórðungi af venjulegum hraða. Þetta er maraþon, hægt og öruggt. 45 mínútur eða lengra þar til þið hafið bæði fengið eina eða fleiri fullnægingu. 

Dagur 26 – Leyfðu honum að drottna. Hann ræður, gerðu það sem hann segir. Bónusstig – reipi og handjárn. 

Dagur 27 – Út að borða og þuklið undir borðdúkknum. Ekkert ólöglegt þó. Farið svo heim eða á hótel að stunda kynlíf. 

Dagur 28 – Fleiri fullnægingar dagurinn. Takið ykkur nokkrar mínútur til að kæla ykkur niður og strjúka hvort öðru milli fullnæginga. Reynið svo að ná ykkur aftur upp eða haldið bara áfram. Á þessum degi er ein aldrei nóg. 

Dagur 29 – Varpið hlutkesti til að sjá hver á að drottna í dag. Segðu við bólfélagann „Gerðu það sem þú vilt við mig,“ en passið að hafa öryggisorð

Dagur 30 – Vakið alla nóttina – eða eins lengi og þið getið – og stundið kynlíf. Reynið að stunda kynlíf eins oft og þið getið í dag. Reynið að fá fimm fullnægingar eða stunda kynlíf fimm sinnum. 

Aukareglur sem fylgja er að hvort um sig hefur rétt á að segja NEI við tveimur dögum að eigin vali og stunda þá bara venjulega kynlíf þá daga. 

Báðir aðilar geta bætt einhverju á listann ef báðir eru sammála. 

Hvort um sig má breyta/skipta út dagskrárlið tveggaj daga að eigin vali áður en áskorunin hefst. Ekki má gera breytingar eftir að leikar eru hafnir. 

Blæðingar, frídagar, vinnuferðir og álíka geta leitt til þess að áskorunin er sett á pásu ef nauðsynlegt er

Ef þið missið af degi þá þarf að bæta degi við áskorunina. Áskorunin getur þó ekki orðið lengri en 40 dagar. 

Sumir hafa látið vel af þessari áskorun, þá einkum þeir sem líta á þetta sem tækifæri til að auka nánd frekar en einhverja keppni sem annað hvort er hægt að sigra eða tapa. Blaðamaður hjá Cosmopolitan lét á þessa keppni reyna árið 2018 og skrifaði um reynslu sína. Hún upplifði það svo að þessi áskorun væri bara hálfgert rugl þar sem ekki væri hlaupið að því að finna tímabil í lífi fullorðins vinnandi einstaklings þar sem pör hafa orkuna í að stunda kynlíf daglega, hvað þá nokkrum sinnum á dag, í heilan mánuð.

„Ég skil ekki hvernig maður á að upplifa eitthvað annað en að maður hafi brugðist því ekki nema þú eigir fullkomna 30 daga þar sem þér blæðir ekki, þú ert ekki stressuð, kvíðin eða döpur, ekki á leið  í frí, ert ekki að hanga með neinum vinum, og ferð ekki í vinnu, þá er ómögulegt að klára þessa áskorun.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga

Fullnægingar kvenna þá og nú – Móðursýkin, fyrsti víbratorinn og tölfræði raðfullnæginga
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var hrædd við að sofna því ég hélt að ég myndi deyja“

„Ég var hrædd við að sofna því ég hélt að ég myndi deyja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu

Miles Teller braut reglur þegar hann hitti Vilhjálm og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjölskyldudramað nær nýjum hæðum – David Beckham lét Brooklyn heyra það

Fjölskyldudramað nær nýjum hæðum – David Beckham lét Brooklyn heyra það