fbpx
Laugardagur 06.ágúst 2022
Fókus

Giftist manninum sem örkumlaði hana – Blind ást

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 31. júlí 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Riss þótti með afbrigðum falleg stúlka, fínlega vaxin með þykkt dökkt hár og stór brún augu. Linda hafði alist upp við kröpp kjör hjá einstæðri móður og ömmu og var ýmsu vön, ekki síst aðdáun ungra manna. 

Linda og Burt meðan að allt lék í lyndi.

Þegar Linda var 22 ára, snemma árs 1959, var hún á gangi um almenningsgarð í New York. Gaf sig þá á tal við hana maður að nafn Burt Pugach. Burt var þrítugur lögfræðingur, milljónamæringur sem hafði nýlega framleitt kvikmynd og átti meðal annars næturklúbb og reyndar einnig einkaflugvél

Burt var allt sem strákarnir sem flautuðu á eftir Lindu voru ekki. Veraldarvanur, efnaður, vel menntaður og lífsreyndur. Burt var vanur að fá það sem hann vildi og hann vildi Lindu. 

Ást og vandamál

Burt gekk stíft á eftir Lindu. Strax sama kvöld biðu hennar tólf rauðar rósir á heimili hennar. Hann bauð Lindu á fínustu veitingastaði borgarinnar og kynnti hana fyrir kvikmyndastjörnum og öðru frægðarfólki. Þegar að þau fóru á næturklúbbinn sem Burt átti, lét hann ávallt stöðva tónlistina svo unnt væri að spila lagiði ,,Linda” með Buddy Clark.

Linda varð yfir sig ástfangin, móðir hennar hennar í skýjunum yfir gæfu dóttur sinnar, og þegar að Burt fór á skeljarnar og bað Lindu játaðist hún honum samstundis.

Burt átti næturklúbb og þar var Linda drottningin.

En það voru samt sem áður vandamál í sambandinu. Burt var vanur að fá það sem hann vildi en Linda stóð föst á því að stunda ekki kynlíf með honum fyrr en þau gengu í hjónaband. Hann var einnig afar afbrýðisamur út í vini Lindu, og þá sérstaklega þá af karlkyninu, og sakaði hana sí og æ um framhjáhald. Hann krafðist þess meira að segja að hún færi til kvensjúkdómalæknis til að fá vottað hún væri hrein mey.

Óþægileg stjórnsemi

Síðar viðurkenndi Linda að hafa fundið til óþægindatilfinningar vegna stjórnsemi Burt. Hún leit aftur á móti upp til hans og fannst hún honum ekki verðug, föðurlaus og illa menntuð stelpa úr verkamannastétt.

Linda var á kafi við undirbúning brúðkaupsins þegar að henni barst til eyrna að Burt væri þegar giftur og ætti barn með eiginkonu sinni í þokkabót. Linda krafði Burt svara sem viðurkenndi að vera enn ,,tæknilega” giftur en að skilnaður hans væri allt að því í höfn. Linda var ekki fædd í gær og krafðist gagna. Daginn eftir kom Burt heim með opinber skjöl því til sönnunar að skilnaður hans væri að ganga í gegn. Linda treysti ekki Burt lengur og skráði niður númer skjalanna og komst að því að þau voru fölsuð.

Burt var í raun giftur konu að nafni Francine, sem hann hafði reyndar beðið um skilnað frá, en Francine neitað. Saman áttu þau afar þroskahamlaða dóttur sem Francine sá alfarið um.

Nóg boðið

Lindu var nóg boðið og sleit sambandinu tafarlaust. Einnig hóf hún að fara að stefnumót með öðrum karlmönnum.  Burt tók höfnuninni afar illa, sendi Lindu blóm og bréf, og hringdi stöðugt í þeirri von um að fá hana til að skipta um skoðun. Hann hringdi einnig í fjölskyldumeðlimi og vinkonur Lindu og grátbað um að hjálp við að fá Lindu til að taka aftur saman við sig.

Burt hafði alltaf stundað fremur vafasöm viðskipti og á sama tíma voru bæði skattyfirvöld og lögregla að grandskoða fyrirtæki hans. En Burt var alveg sama. Hann vildi bara Lindu aftur.

Smám saman var tónninn í bréfum og hringingum Burt skuggalegri. Hann sagði að ef hann fengi ekki Lindu myndi enginn fá hana. Hann mætti meira að segja heim til hennar og hótaði að skjóta þau bæði ef hún tæki ekki við honum. 

En Linda gaf sig ekki.

Árásin skelfilega

Þann 15. júní 1959 hringdi dyrabjallan að heimili Lindu og fór móðir hennar til dyra. Þar stóð maður og sagðist vera með sendingu til Lindu. Grunlaus fór móðir hennar og sótti Lindu en þegar hún stóð í dyragættinni og litaðist um eftir sendingunni skvetti maðurinn vökva á andlit hennar.

Linda tveimur árum eftir árásina.

Það reyndist vera vítissódi. Linda missti allt hár og blindaðist á öðru auga. Síðar missti hún einnig sjónina á hinu auganu.

Linda vissi mæta vel hver stóð að baki árásinni og var Burt handtekinn ásamt þremur vitorðsmönnum sem hann hafði greitt vel fyrir hina grimmilegu árás. Árið 1961 var Burt Pugach dæmdur til 30 ára fangelsisvistar.

Linda reyndi sitt ítrasta til að láta ekki árásina hafa áhrif á líf sitt. Hún ferðaðist um Evrópu með vinum sínum, fór á stefnumót, læra að mála og varð einstaklega góður dansari.

Linda fékk bónorð nokkrum árum eftir árásina. Hún var ástfangin af manninum en var taugaóstyrk þar sem hann hafði aldrei séð hversu illa augu hennar voru farin. Hún ákvað að láta vaða og játast honum en taka niður sólgleraugun sem hún ávallt gekk með. Maðurinn gekk út og sá hún hvorki né heyrði frá honum framar.

Linda brotnaði saman.

Ótrúleg endalok 

Eftir 14 ár var Burt sleppt úr haldi sökum góðrar hegðunar. Linda var þá orðin 37 ára og hafði aldrei jafnað sig eftir að unnustinn tilvonandi hafði gengið út. Hún hafði til að mynda aldrei stundað kynlíf.

Burt og Linda.

Francine hafði skilið við Burt meðan á vistinni í fangelsinni stóð og um leið og Burt fékk frelsið hóf hann að ganga aftur á eftir Lindu. Hann sendi henni hvert ástarbréfið á fætur öðru og sagði þeim ætlað að vera saman. Hún myndi aldrei finna mann sem elskaði hana jafn heitt. Í fyrstu svaraði Linda ekki bréfunum en þegar að hann skrifaði og spurði hvort hana vantaði eitthvað, svaraði hún honum loks og sagðist vera í miklum fjárhagsvandræðum.

Burt hóf því að senda Linda mánaðarlegar greiðslur. Eitt af skilyrðunum fyrir lausn hans var að koma ekki nálægt Lindu en í sjónvarpsviðtali tjáði hann sig fjálglega um ást sína á henni.  Og fljótlega hófu þau að hittast sem þó var ólöglegt.

Aðeins ári síðar gekk Linda í hjónaband með Burt, sama manninum og hafði rænt hana sjóninni, og að mörgu leyti lífinu.

Fríkað út

Almenningur og fjölmiðlar fríkuðu út. Hvernig gat á þessu staðist? Burt var eignalaus þegar honum var sleppt úr fangelsi svo augljóslega var ekki um fjárhagslegan ávinning að ræða fyrir Lindu.

Burt og Linda á efri árum.

Linda og Burt sögðu  fjölmiðlum að þau hefðu einfaldlega alltaf elskað hvort annað. Tuttugu árum eftir að þau giftu sig þurfti Linda að fara í erfiðar aðgerðir vegna hjartveiki og var lengi vistuð á spítala. Hóf Burt samband við aðra konu á meðan og stóð það samband í um fimm ár eða þar til að sú kærði Burt fyrir líflátshótun.

Linda fór í steig í pontu árið 1997 þegar málið fór fyrir dóm og sagðist ekki trúa slíku upp á eiginmann sinn sem væri ekkert minna en dásamlegur. Trúlega varð vitnisburður hennar til þess að Burt fékk aðeins fimmtán daga vist í fangelsi.

Linda og Burt voru gift í tæp 39 ár. 

Linda lést árið árið 2013 en Burt féll frá á aðfangadaga ári 2020. Það breytir því ekki þó að enn spáir fólk og spekúlerar um þetta afar sérkennilega ástarsamband.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Timberlake sagður dónaleg díva – „Við vorum niðurlægðar“ 

Justin Timberlake sagður dónaleg díva – „Við vorum niðurlægðar“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hann var aðeins sjö ára – Heimsins yngsti fjöldamorðingi

Hann var aðeins sjö ára – Heimsins yngsti fjöldamorðingi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi mun leika Marilyn Monroe í nýrri ævisögulegri kvikmynd úr smiðju Netflix

Þessi mun leika Marilyn Monroe í nýrri ævisögulegri kvikmynd úr smiðju Netflix
Fókus
Fyrir 6 dögum

Uppfært: Erpur rændur í Eyjum – „Ég hef aldrei lent í öðru eins á ævi minni“

Uppfært: Erpur rændur í Eyjum – „Ég hef aldrei lent í öðru eins á ævi minni“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hryllingstilraunin á munaðarleysingjunum

Hryllingstilraunin á munaðarleysingjunum