fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Vissir þú þetta um Friends?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 30. júlí 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

-Klipping Jennfer Aniston í hlutverki Rachel varð hugsanlega ein sú mest umbeðna á hárgreiðslustofum tíunda áratugs síðustu aldar. Hún viðurkenndi þó síðar að hafa aldrei líkað klippingub, og reyndar þótt hún afspyrnu ljót. Hún segist einnig hafa verið þeim degi fegnust þegar hún fékk loksins grænt ljós á breyta um hárgreiðslu. 

Klippingin sem allt gerði vitlaust.

-Vinirnir sex gerðu í strax í upphafi fyrstu seríu samkomulag um að ganga saman til samninga um launamál. Þau stóðu við það öll tíu árin sem serían var sýnd og fengu allir leikararnir sama kaup. Meðan á upptökum fyrstu seríunnar stóð fengu þau 22 þúsund dollara á þátt sem var komið upp í eina milljón dollara við töku á lokaseríunni. Eru það hæstu laun sem greidd hafa verið leikurum í bandarískri sjónvarpsseríu. 

Það var mikið um kossa í Friends.

-Allar persónur Friends hafa kyssts á einhverjum tímapunkti fyrir utan Monicu og Phoebe. Aldrei náðist að skrifa þátt fyrir þær stöllur að taka vináttuna skrefinu lengra. 

-Stungið var upp á fjölda nafna þátta á seríuna áður en framleiðsla hófst. Lengi vel var nafnið Insomnia Cafe talið líklegast til að rata á skjáinn en einnig voru nöfnin Friends Like Us, Six of One og Across the Hall alvarlega íhuguð. Að lokum var ákveðið að kalla þættina einfaldlega Friends. 

Joey var upphaflega skrifaður öllu skýrari.

-Joey var aldrei hugsaður sem sá einfeldningur sem heimurinn elskaði. Leikarinn, Matt LeBlanc, stakk upp á því og eftir nokkra umhugsun samþykktu höfundar þáttanna að um góða hugmynd væri að ræða. 

-Jafnvel þótt að þættirnir gerist í New York var ekki einn einasti þáttur tekinn upp í borginni. Allir voru þeir teknir upp í myndveri Warner Bros í Los Angeles. Þær senur þáttanna sem gerðust fyrir utan hús vinanna voru þó teknar í New York og endurnýttar ef færi gafst á. 

Gunther var elskaður af aðdáendum.

-Kaffibarþjónnin Gunther á Central Perk reyndist vinsælli en nokkurn hafði órað fyrir. Hann fékk þó ekki nafn fyrr en í seríu tvö og vann í alvöru sem kaffibarþjónn allt fram að seríu fjögur. Ástæðan fyrir að hann fékk hlutverkið var að hann var sá eini aukaleikaranna sem kunni á expresso vél. Hann fékk þó engar línur fyrr en í sínum 33. þætti þegar hann loksins fékk að segja ,,Yeh”. 

-Þegar að lokaþáttur Friends var sýndur í Bretlandi var 30 sekúndna auglýsingapláss selt á 1,2 milljónir punda eða um 205 milljónir íslenskra. Það er hæsta verð á auglýsingaplássi á leiknu efni sem nokkurn tíma hefur verið selt í Bretlandi. Aðeins einstaka stórleikir í enska boltanum hafa halað inn viðlíka auglýsingatekjur. 

Cox og Aniston samþykktu báðar að skipta um hlutverk.

-Courteney Cox var upphaflega ráðin í hlutverk Rachel en bað um hvort hún mætti leika Monicu í staðinn eftir að hafa lesið aftur yfir handrit fyrsta þáttar. Sagðist hún tengja betur við það hlutverk og var það samþykkt. Jennifer Aniston hafði þá verið ráðin sem Monica en eftir spjall leikkvennanna voru þær báðar sáttar við breytinguna og varð Aniston þar með að Rachel. 

-David Schwimmer, sem lék Ross, hafði alltaf meiri áhuga á leikstjórn en leik og hefur skapað sér gott orð sem slíkur eftir að seríunni lauk. Hann er sá eini úr hópnum sem leikstýrði þáttunum en Schwimmer leikstýrði tíu þáttum í gegnum árin. 

Ross var 29 ára í þrjú ár.

-Ross er 29 ára í þrjú ár. Þættirnir voru látnir gerast í rauntíma, sem að langmestu leyti stóðst, fyrir utan aldur Ross sem segist vera 29 ára bæði í seríu þrjú og fjögur. Og í þeirri fimmtu segist hann vera að ganga í gegnum sinn annan hjónaskilnað fyrir þrítugt. Afmælisdagur Ross var einnig á reiki því í seríu fjögur segist hann vera fæddur í desember en í seríu níu segir hann afmælisdag sinn vera 18. október. 

-Þegar að Matt LeBlanc fór í prufu fyrir hlutverk Joey átti hann aðeins 11 dollara. Þegar að hann frétti að hann hefði fengið hlutverkið splæsti hann í heita máltíð enda ekki fengið slíka svo mánuðum skipti vegna blankheita. 

Óléttan var lengi vel hausverkur.

-Þegar að leikkonan Lisa Kudrow varð ólétt kom fram fjöldi hugmynda hvernig hægt væri að skrifa handrit þáttanna með að að leiðarljósi að fela óléttuna. Á endanum spurði Kudrow hvað stæði eiginlega í vegi fyrir að gera persónu hennar einfaldlega ólétta líka og spannst þannig sögufléttan um þríburameðgöngu Pheobe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar