fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Tóku upp klám og eiga nú yfir höfði sér fangelsi

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 3. júlí 2022 19:00

Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir - Myndir/ViralPress

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reglulega birtast fréttir í breskum fjölmiðlum þar sem farið er yfir það hvernig venjulegt fólk græðir á tá og fingri (og stundum sérstaklega tám) eftir að hafa byrjað að birta klám á vefsíðunni OnlyFans. Líf klámstjarnanna er þó ekki alltaf glimmer og glamúr líkt og Daily Star greindi frá í vikunni.

Par nokkuð, sem er nafnlaust í frétt Daily Star, er komið í ansi mikil vandræði eftir að það tók upp klám á tjaldvagnasvæðinu RaiRuayRin í Taílandi. Parið birti myndbandið á netinu og í kjölfarið rakst lögreglan á svæðinu á það, ekki er farið nánar yfir það hvernig lögreglan fann myndbandið en það var víst í mikilli dreifingu á samskiptamiðlinum WhatsApp. Klám er ólöglegt í Taílandi og fólk sem brýtur klámlögin þar í landi getur átt yfir höfði sér stóra sekt og áralanga fangelsisvist.

Parið er sagt hafa gefið sig fram við lögreglu vegna málsins. Fram kemur þó að fleiri hafi vitað af kláminu en lögreglan sökum þess „hversu hávær hljóðin í parinu voru“. Gestir á tjaldsvæðinu eru sagðir hafa tekið eftir því vegna hávaðans.

Þegar parið ræddi við lögreglu vegna málsins viðurkenndu þau að hafa sett upp myndavél í húsbílnum sínum og tekið sig upp stunda kynlíf. Þau segjast ekki hafa látið stjórnendur tjaldsvæðisins vita af því. Myndbandið sem um ræðir virðist nokkuð saklaust í fyrstu, sýnir til að mynda fallegt útsýni yfir fjöllin á svæðinu en skömmu síðar er klippt yfir í kynlíf parsins.

Lögreglan hefur ákært parið fyrir að birta klámið á netinu í skiptum fyrir pening, fyrir að framleiða klámið og fyrir að dreifa því. Fyrir þetta allt saman gæti parið þurft að dúsa í allt að 5 ár í fangelsi og/eða fengið sekt upp á allt að 100.000 baht, það eru um 378 þúsund í íslenskum krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa