fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Khloé og Tristan valda aðdáendum heilabrotum

Fókus
Mánudaginn 25. júlí 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir fylgjast nú grannt með samfélagsmiðlum raunveruleikastjörnunnar Khloé Kardashian og fyrrverandi kærasta hennar körfuboltamanninum Tristan Thompson.

Parið á von á sínu öðru barni með aðstoð staðgöngumóður en hættu þó saman í kringum áramótin eftir að opinbert varð að Tristan hafði haldið framhjá Khloé enn einu sinni og þar að auki barnað viðhaldið sitt.

Þá var staðgöngumóðirin þegar orðin þunguð og var ákveðið að halda tíðindunum leyndum þar til fyrir rúmri viku. Hafa margir velt fyrir sér hvað þessi fjölgun mun þýða fyrir framtíð sambands Tristans og Khloé en þau hafa ítrekað hætt saman eftir hjúskaparbrot hans en gefið svo sambandinu annan séns til að halda fjölskyldunni saman.

Nú er það svo komið að sama hvað þau birta á samfélagsmiðlum þá er það allt gaumgæft og reyna að aðdáendur að lesa á milli línanna mögulega leynd skilaboð um stöðuna.

Nýlega birtu þau bæði færslur sem hafa valdið heilabrotum. Khloé birti í gær:

„Verið þakklát fyrir að eiga ekki enn allt sem þið viljið …. ef svo væri hefðuð þið ekkert til að hlakka til. Verið þakklát þegar þig vitið ekki eitthvað því þá hafið þið möguleika á að læra. Verið þakklát fyrir erfiðleikana. Á þeim tímum getið við þroskast. Verið þakklát fyrir takmörk ykkar því þau gefa ykkur færi á að bæta ykkur.“

Khloé tók einnig fram að fólk ætti að vera þakklátt fyrir mistök sín því þá hafi þau tækifæri á að læra af þeim.

„Það er auðvelt að vera þakklátur fyrir góðu hlutina. Innihaldsríkt líf bíður þeirra sem eru líka þakklátir fyrir tímana sem gengur illa. Þakklæti getur breytt neikvæðri manneskju í ákvæða. Finnið leiðir til að vera þakklát fyrir vandamál ykkar og þau geta breyst í blessun.“

Nánast á sama tíma birti Tristan færslu um ábyrgð.

„1. Engu er þér lofað. 2. Enginn skuldar þér neitt. 3. Þú berð alla ábyrgð á eigin lífi. Lærið þessar þrjár reglur eins snemma og hægt er og áttið ykkur á að sjálfstæðið er leiðin áfram.“

Að sjálfsögðu telja aðdáendur að þarna megi finna leynd skilaboð. Khloé sé að segjast þakklát fyrir mistökin sem voru Tristan því hún hafi lært af þeim og þakklát fyrir erfiðleikana sem hann hefur látið hana ganga í gegnum því þau geri hana sterkari.

Að sama bragði sé Tristan með sinni færslu að lýsa yfir eftirsjá um hvernig hann kom fram að í framtíðinni ætli hann að taka meiri ábyrgð á eigin framkomu og gæta að forréttindum sínum.

Svo er náttúrulega hinn möguleikinn – að þau séu hreinlega að deila texta sem veitir þeim innblástur eða sem almannatenglar þeirra mátu sem góð skilaboð inn í daginn.

Hver veit?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta heita ryksugur Íslendinga

Þetta heita ryksugur Íslendinga
Fókus
Í gær

Atvik úr morgunþætti vekur reiði – Reyndi að ýta henni tvisvar í burtu

Atvik úr morgunþætti vekur reiði – Reyndi að ýta henni tvisvar í burtu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er sagan á bak við hinn meinta vælubíl

Þetta er sagan á bak við hinn meinta vælubíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mögnuð stemming í Húsi Máls og menningar – Frakki reif sig úr við mikinn fögnuð

Mögnuð stemming í Húsi Máls og menningar – Frakki reif sig úr við mikinn fögnuð