fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Kate Moss útskýrir hvers vegna hún bar vitni fyrir Johnny Deep – „Ég veit sannleikann um Johnny“

Fókus
Mánudaginn 25. júlí 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Kate Moss bar vitni í meiðyrðamáli sem leikarinn Johnny Depp höfðaði gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Amber Heard.

Þetta gerði Moss þar sem að Amber hafði við flutning málsins vísað til orðróms sem hefur gengið um árabil um að Depp hafi hrint Moss niður stiga á meðan þau áttu í ástarsambandi á árum áður.

Moss veitti BBC 4 viðtal í gær þar sem hún útskýrði hvers vegna hún samþykkti að bera vitni.

„Ég veit sannleikann um Johnny. Ég veit að hann sparkaði mér aldrei niður stigann. Ég varð að segja sannleikann,“ sagði Moss í viðtalinu.

Vitnisburður Moss var borinn undir Heard af lögmönnum Depp í kjölfarið. Þar var hún spurð hvort hún hefði búist við því að Moss myndi mæta og þvertaka fyrir að Depp hefði hrint henni.

„Rangt,“ sagði Heard. „Ég vissi hversu margir mundu stíga fram til að styðja Johnny. Það var ljóst í þessum dómsal hversu margir eru tilbúnir til þess.“

Heard bætti við að allir sem voru hluti af samfélagi hinna ríku og frægu á 10. áratug síðustu aldar hafi vitað af þessum orðróm.

„Ég heyrði þetta frá mörgum manneskjum. Auðvitað var þetta það sem flaug mér í huga þegar ofbeldisfullur eiginmaður minn ekki bara sló til mín heldur skyndilega sló til systur minnar. Auðvitað hugsaði ég um þetta.“

Heard sagði að það breytti engu þó að atvikið hafi aldrei átt sér stað. Á þeim tíma sem um ræddi í málinu, þegar til átaka hafi komið milli Depp, Heard og systur Heard, hafi hún talið orðróminn sannan og því trúað að systir hennar væri í hættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð