fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Charlie D‘Amelio steypt af stóli – Ekki lengur vinsælust á TikTok

Fókus
Fimmtudaginn 23. júní 2022 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Charlie D‘Amelio hefur verið með flesta fylgjendur á TikTok síðan 2020 – en ekki lengur.

Khaby Lame hefur nú steypt henni af stóli, hann er með 142,6 milljón fylgjendur og hún er með 142,2 milljón fylgjendur á miðlinum.

Charlie, 18 ára, byrjaði á TikTok árið 2019 og varð fljótlega vinsælasta manneskjan á miðlinum, með yfir hundrað milljón fylgjendur árið 2020.

@charlidamelio dc @claire ♬ why are famous people using this LMAO – quix 😉

Khaby Lame, 22 ára, er nú kóngurinn á TikTok, þó hann segi sjaldan eitthvað í myndböndunum sínum þá eru það svipbrigði hans og hvernig hann gerir grín að myndböndum annarra áhrifavalda sem hafa komið honum á toppinn.

@khaby.lame Could be the new Khaby ?🤣🤣 👩🏿‍🦱 🤲🏾 Potrebbe essere il nuovo Khaby? #learnfromkhaby #imparacontiktok #stitch ♬ suono originale – Khabane lame

Undanfarið hefur myllumerkið #KhabyToNumberOne verið að trenda á TikTok og samkvæmt Social Blade hefur hann fengið rúmlega 3 milljónir nýrra fylgjenda síðastliðinn mánuð en Charlie eina milljón. Það var því sigur fyrir aðdáendur hans þegar hann komst í toppsætið.

Í samtali við The New York Times fyrir stuttu sagði Khaby að viðbrögð hans og svipbrigði eru „tungumál heimsins.“

„Fólk hlær af andlitinu mínu og svipbrigðunum mínum,“ sagði hann aðspurður hvað það væri sem gerði hann svona vinsælan.

Skoðaðu TikTok-síðu hans hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tekjudagar DV: Herra Hnetusmjör með rúmlega áttföld laun Arons Can – Gísli Pálmi tekjulaus annað árið í röð

Tekjudagar DV: Herra Hnetusmjör með rúmlega áttföld laun Arons Can – Gísli Pálmi tekjulaus annað árið í röð
Fókus
Í gær

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV – Hagur Eddu Falak vænkast

Tekjudagar DV – Hagur Eddu Falak vænkast
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöfn heimsækir Íslandsbæinn og listakonu sem ræktar býflugur í Eyjafjarðarsveit í kvöld

Sjöfn heimsækir Íslandsbæinn og listakonu sem ræktar býflugur í Eyjafjarðarsveit í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti kominn í land og ætlar að grípa í sjómennskuna í afleysingum – Góð tilfinning að búa til áþreifanleg verðmæti

Frosti kominn í land og ætlar að grípa í sjómennskuna í afleysingum – Góð tilfinning að búa til áþreifanleg verðmæti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum