fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Hin mennska beinagrind – Drengurinn sem gat ekki fitnað

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 19. maí 2022 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isaac Sprague fæddist 21. maí 1841 Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann átti ósköp venjulega barnæsku þar til hann var tólf ára þegar hann kvartaði um krampa. Dagana og vikurnar á eftir fór Isaac að grennast á ævintýralegum hraða. Foreldrum hans þótti það sérkennilegt þar sem matarlyst hans hafði aldrei verið meiri. 

Eftir því sem Isaac horaðist, því meira borðaði hann. Foreldar hans voru miður sín yfir ástandi sonar síns og ferðuðust langar leiðir til færustu lækna í von um hjálp. En engum tókst að finna skýringar á hinu mikla þyngdartapi sem við vitum í dag að var af völdum alvarlegs vöðvarýrnunarsjúkdóms. Þegar Isaac var komin á unglingsár var hann um 170 sentimetrar á hæð en aðeins 19 kíló á þyngd og ekki vöðva að sjá á líkama hans.  

P.T. Barnum sýningahúsið

Enginn vildi ráða hinn grindhoraða Isaac í vinnu svo hann vann hjá föður sínum sem var skósmiður. Foreldrar hans létust aftur á móti með stuttu millibili þegar að Isaac var 19 ára og stóð hann þá uppi atvinnulaus. Eftir fjögurra ára basl varð honum ljóst að eina leiðin til að hafa ofan af fyrir sér væri að nýta sér líkamlegt ástand sitt. 

Hann hafði samband við hinn eina sanna sýningarmann P.T. Barnum sem alltaf hafði auga fyrir nýjum furðuverum í sýningu sína og bauð hann Isaac 80 dollara á viku eða um 180 þúsund krónur íslenska á núvirði fyrir að ganga til liðs við sýninguna. Isaac tók tilboðinu enda vel boðleg laun á þessu tíma. 

Barnum auglýsti Isaac sem hina ,,mennsku beinagrind” og var Isaac formlega kominn í félagsskap þeirra ,,fríka” sem Barnum auglýsti til sýnis. Eins grimmdarlegar og þessar sýningar á fólki kunna að hljóma voru þær afar vinsælar og í raun leið eina leið sumra undan ævarandi fátækt í felum fyrir forvitni, fordómum, og jafnvel ofbeldi. 

Isaac í hópi nokkurra af ,,fríkunum“ í sýningum Barnum.

Isaac var til sýnis í þrjú ár en þá brann húsnæði sýningarinnar en blessunarlega slapp Isaac út ómeiddur. Barnum stóð uppi án húsnæðis og ákvað að fara með sýningu sína á ferð um Bandaríkin en Isaac kaus að fara ekki með og hætta sýningum. Honum hafði aldrei líkað við að flíka skrokki sínum til að svala forvitni almennings og þráði venjulegt heimilislíf. Isaac kvæntist stúlku úr heimabæ sínum, Tamar Moore, og eignaðist þrjá syni. Allir voru synirnir fullkomlega heilbrigðir en stærsti ótti Isaac hafði verið að börn hans myndu erfa sjúkdóminn sem hrjáði hann. Árin með Tamar og drengjunum voru þau hamingjuríkustu i lífi Isaac, laus undan hlátri og fúkyrðum sýningargesta. Fjárhagsörðugleikar plöguðu þó alltaf fjölskylduna þar sem Isaac var of þreklaus til að sinna vinnu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann stundaði þar að auki fjárhættuspil, kom sér í miklar skuldir, og á endanum sá hann enga aðra lausn en að byrja aftur sýningarnar. 

Isaac var feikilega vinsæll og flykktust áhorfendur í Bretlandi, Kanada og Bandaríkjanna að sjá mennsku beinagrindina. En hjónabandið þoldi ekki álagið sem fylgdi bæði stöðugum sýningum og spilaskuldum Isaac og að lokum skildu þau hjón.

Isaac ásamt konu sinni og sonum.

 

Isaac varð stöðugt veikburðari á sýningum og þótt að þyngd hann rokkaði einstaka sinnum varð hann aldrei þyngri en tæp 23 kíló. Stundum var eina leiðin fyrir Isaac að halda meðvitund að vera með flösku af sykraðri mjólk um hálsinn sem hann drakk úr á nokkurra mínútna fresti. 

Vinsældir Isaac voru slíkar að margir reyndu að apa eftir honum með því að svelta sig og létust nokkrir við slíkar tilraunir. 

En spilafíkn og óheppni gerði það að verkum að Isaac átti aldrei aur. Greip hann til þess ráðs að selja læknadeild Harvard skóla líkama sinn fyrir eitt þúsund dollara, eða tæpar 3.7 milljónir íslenskra. Skyldi skólinn fá skrokkinn eftir andlát hans. 

Mánudaginn 3. janúar 1887 veðjaði Isaac 250 dollurum við kunningja sinn um að hann myndi ekki lifa til sunnudags. Aldrei þessu vant vann Isaac veðmálið því hann lést tveimur dögum síðar.  Hann bjó þá einn í hrörlegri íbúð og var fátækt hans slík að hann átti ekki fyrir þeirri næringu sem var honum lífsnauðsynleg og gafst líkami hans einfaldlega upp. 

Ekki er vitað hvort Harvard komst einhvern tíma í líkið en Isaac Sprague er grafinn nálægt heimabæ sínum í Massachusetts. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Í gær

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“