fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fókus

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Fókus
Þriðjudaginn 17. maí 2022 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Matur & heimili er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21.

Í þætti kvöldsins fær Sjöfn Þórðar góða heimsókn í eldhúsið þar sem töfraður verður ljúffengur kvöldverður sem kemur bragðlaukunum á flug alla leið til Túnis. Safa Jemai, frumkvöðull og hugbúnaðarverkfræðingur frá Túnis, og vinur hennar Viktor Joensen yfirkokkur mæta með hágæða hráefni og heimagerðu kryddin hennar Söfu sem koma alla leið frá Túnis. En Safa stofnaði nýverið fyrirtækið Mabruka og hóf innflutning á heimagerðum kryddum frá heimalandi sínu. Saman munu Safa og Viktor töfra fram sælkeramáltíð þar sem matarheimur Túnis og Íslands fléttast saman á einstakan hátt.

Sjöfn heimsækir líka Elísu Viðarsdóttur, landsliðskonu í knattspyrnu, heim í eldhúsið þar sem þær ræða verkefni Elísu og framtíðarplön. Elísa er mikil áhugamanneskja um mat og notar matargerðina sem sína hugleiðslu. Hún hefur verið með marga bolta á lofti og hefur svo sannarlega náð að samtvinna ástríðu sína fyrir matargerð, vinnu og knattspyrnuiðkun með góðri útkomu. Elísa ljóstrar framtíðarplönum sínum í þættinum og framreiðir að sjálfsögðu einn af sínum uppáhalds réttum fyrir Sjöfn.

Brot úr þætti kvöldsins gefur að líta í spilaranum hér fyrir neðan:

 

Matur og heimili stikla 17 mai 2022

Matur og heimili stikla 17 mai 2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“
Fókus
Í gær

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk