fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fókus

Kanye West í opnu sambandi – Deitar tvífara Kim Kardashian

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 14:00

Chaney Jones, Kanye West og Julia Fox.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West og leikkonan Julia Fox eru í opnu sambandi. Page Six greinir frá.

Stjörnurnar hafa verið saman í rúmlega mánuð og eru ófeimin að flagga sambandinu í fjölmiðlum. Julia átti afmæli á dögunum og gaf Kanye henni og vinkonum hennar Birkin töskur sem kostuðu hver 1,2 milljónir króna.

Sjá einnig: Afmælisgjöf Kanye West til Juliu Fox vekur athygli

Parið hefur ákveðið að hafa sambandið opið. „Tengingin á milli þeirra er svo sterk því þau eru þróaðar verur og vilja bara sjá hvort annað vera hamingjusamt. Það er engin afbrýðissemi eða eitthvað slíkt,“ segir heimildarmaður Page Six.

Kanye er að slá sér upp með Instagram fyrirsætunni og tvífara Kim Kardashian, Chaney Jones, 24 ára. Hann sást á stefnumóti með henni á mánudaginn síðastliðinn.

Heimildir herma einnig að Julia sé að „tala við“ karlmann á austurströnd Bandaríkjanna.

Nýlega hélt Kanye hlustunarpartí fyrir næstu plötu, „Donda 2“. Meðal gesta voru Kendall Jenner og Travis Scott, sem mættu þrátt fyrir stirð samskipti og drama milli Kanye og Kim Kardashian, sem standa í erfiðum skilnaði.

Chaney Jones mætti einnig í teitið og var skuggalega lík Kim Kardashian, hún klæddi sig meira að segja eins og stjarnan hefur verið að gera undanfarna mánuði.

Til vinstri: Kim Kardashian. Til hægri. Chaney Jones.

Raunveruleikastjarnan er í sambandi með grínistanum Pete Davidson, sem kallaði hana í fyrsta skipti kærustuna sína opinberlega á dögunum.

Sjá einnig: Kallar Kim Kardashian kærustuna sína í fyrsta skipti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr segir íslenskar jarðarfarir leiðinlegar og íhugar nýjan starfsvettvang

Jón Gnarr segir íslenskar jarðarfarir leiðinlegar og íhugar nýjan starfsvettvang
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eitraðar pillur í harðskeyttri deilu áhrifavaldanna Þórunnar og Alexsöndru – „Ég mun aldrei fá að segja mína sögu”

Eitraðar pillur í harðskeyttri deilu áhrifavaldanna Þórunnar og Alexsöndru – „Ég mun aldrei fá að segja mína sögu”