fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Sunna leitaði viðurkenningar á röngum stöðum – Eldri menn nýttu sér líkama hennar og fengu hana til þess að láta þá hafa ADHD lyfin hennar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 4. desember 2022 22:09

Sunna Kristinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Kristinsdóttir er 29 ára stelpa úr Bakkafirði, hún er stór persónuleiki, á stóra sögu og upplifði sig aldrei passa neins staðar inn.

Sunna er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Sunna hefur líklega  upplifað meira ofbeldi en flestir á hennar aldri.

Alltaf sögð feit og ljót

Mér var alltaf sagt að ég væri feit og ljót, alveg frá því ég var mjög ung og hefur það mótað mig þannig að ég leitaðist eftir samþykki langt fram eftir aldri,

segir Sunna og bætir við að hún hafi þráð að eignast kærasta til þess að sanna fyrir fólki að hún væri nógu góð og ekki svona feit og ljót.

Hún var 13 ára þegar að fjölskyldan flutti til Akureyrar og var Sunna utangátta, meðal annars vegna lélegra samskiptafærni.

Ekki leið á löngu þar til Sunna fór að sækjast í eldri stráka og aðeins 14 ára byrjar hún með 21 árs gömlum manni.

Mamma sagði honum strax að ég væri 14 ára og ef hann myndi keyra með mig í burtu myndi hún hringja á lögregluna, sem hún stóð við. Lögreglan þekkti hann og sagði mömmu að halda mér frá honum en hún gat það auðvitað ekkert.

Vanmættið

Sunna talar um að hafa verið mjög vanmáttug gagnvart karlmönnum og segir frá fyrsta skiptinu sem þessi tiltekni maður svaf hjá henni.

Í fyrsta skipti sem hann reyndi að sofa hjá mér, á baðherbergisgólfinu heima hjá vini sínum, sagði ég við hann að ég svæfi ekki hjá neinum sem væri ekki kærastinn minn. Hann var snöggur að segja bara okei, ég skal byrja með þér.

Ég fattaði ekkert að það væri til þess að sofa hjá mér, ég var bara krakki en hann má eiga það að hann var ekki jafn slæmur og sá næsti.

Foreldrar Sunnu reyndu allt, lögreglan gerði ekkert. Lögin virka þannig að það gerist ekkert fyrr en búið er að brjóta á barninu.

Unglingsárin voru Sunnu afar erfið og fjarlægur draumur var að eiga kærasta og bestu vinkonu.

Karlmenn nýttu sér mig

Hún segir í viðtalinu frá því hvernig eldri strákar og menn nýttu sér hana, nýttu sér líkama hennar og fengu hana til þess að láta þá hafa ADHD lyfin sín.

Ég gerði mér enga grein fyrir því að þetta væru eiturlyf en svona gat ég fjármagnað reykingar, til dæmis, segir hún og bætir við að reiðin hafi haldið í henni lífinu þar til hún eignaðist kærasta í Mosó.

Sunna þráði athygli svo mikið að það gat verið kæfandi en þarna kom fjarlægðin í veg fyrir það og ákvað hún að tengjast samnemendum sínum í Brekkuskóla.

Á þessum tíma hafði Sunna tekið miklum breytingum en eftir að hafa verið brotin niður og beitt andlegu ofbeldi til margra ára þurfti ekki annað en símtal frá einum ofbeldismanna hennar til að fá hana í heimsókn.

Hann vissi hvað hann ætti að segja, hann kunni lykilinn að henni. Hann sagðist vera breyttur maður, hún væri eina sem hann treysti og þar fram eftir götunum.

Fékk taugaáfall

Þessi heimsókn endaði illa. Ég er að fara að ríða þér og það er ekkert sem þú getur gert í því“, sagði hann, sama hversu oft ég sagði nei,segir Sunna.

Sunnar fékk taugáfall við þennan atburð. Ég trúði ekki að hann væri að fara að vera svona vondur við mig.

Á þessum tíma var vanlíðanin svo mikil að sjálfsvígshugsanir voru daglegt brauð. Allt kerfið á Akureyri, fyrir utan Aflið, brást Sunnu.Aflið er eins og Stígamót.

Hún fór í skoðun á spítala og þaðan fór tilkynning til barnaverndar. Konan sem tók á móti Sunnu hjá Aflinu var sú fyrsta sem hlustaði á hana án þess að segja oj eða hrylla sig.

Sunna kærði tvo menn fyrir nauðgun og voru þeir báðir dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn barni, af gáleysi.

Allt sem Sunna hefur upplifað nýtir hún til góðs, hún er ráðgjafi og hefur stofnað félag fyrir þolendur ofbeldis og heitir það Skjól.

Góðir menn beita líka ofbeldi en sumstaðar er bara ekki von og ef ég ætlaði að forðast alla ofbeldismenn myndi ég ekki fara út úr húsi,“ segir Sunna Kristinsdóttir.

Það má hlusta á viðtalið við Sunnu Kristinsdóttur í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki