fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Paralympic-dagurinn 2022 – Kynning á íþróttaiðkun fatlaðra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. desember 2022 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paralympic-dagurinn 2022 verður haldinn í Laugardagshöllinni á laugardaginn og hefst dagskráin kl. 13. Um er að ræða stóra kynningu á íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi.

Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, segir um þetta í veftímariti sambandsins:

„Þá er loks komið að því eftir Covid viðburðatakmarkanir að við getum haldið Paralympic daginn. Dagurinn er nú sem hingað til helgaður kynningu á íþróttagreinum sem stundaðar eru innan vébanda Íþróttasambands fatlaðra. Íþróttanefndir ÍF, aðildarfélög ÍF og samstarfsaðilar sambandsins koma saman í frjálsíþróttahúsinu í Laugardal, sem tengt er Laugardalshöll, til að kynna íþróttagreinar og starfsemi íþróttafélaga fatlaðra. Samstarfsaðilar ÍF verða með kynningar og boðið er upp á veitingar í boði Toyota á Íslandi. Einnig verða drykkir í boði Coke á Íslandi.

Markmiðið með deginum er að auka þátttöku í íþróttum fatlaðra. Markhópurinn eru fatlaðir einstaklingar og eru fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna sérstaklega hvattar til að koma á staðinn til að kynna sér íþróttir sem í boði eru og átta sig á framboðinu, eða fjölbreytileikanum sem í boði er hér á landi.“

Sjá Facebookviðburð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta