Allt ætlaði um koll að keyra þegar það komst í ljós hver það var sem bauð 100 þúsund dollara, eða rúmlega 14 milljónir króna, í góðgerðaruppboði eftir Broadway-sýninguna The Music Man.
Leikarinn Hugh Jackman fer með aðalhlutverkið í sýningunni og hélt uppboð þar sem gestir gátu boðið í áritaðan hatt úr sýningunni og ágóðinn færi til styrktar baráttunni gegn alnæmi. Allt í einu bauð einn gesturinn 100 þúsund dollara og það var engin önnur en leikkonan Nicole Kidman og hlaut hún standandi lófaklapp þegar hún gekk að sviðinu til að sækja hattinn sinn.
Hugh þakkaði henni innilega fyrir og birti myndband á Twitter. Horfðu á það hér að neðan.
Sjáðu myndbandið hér að neðan.
The generosity emanating from #NicoleKidman leaves me speechless! You ARE amazing. Thank you for your friendship and support! @MusicManBway @NicholastheWard @BCEFA pic.twitter.com/ZMUsgdIqAU
— Hugh Jackman (@RealHughJackman) November 27, 2022