fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fókus

Hún var talin hafa látist tveggja ára gömul þegar að Titanic sökk – Hver var konan sem steig fram 28 árum síðar?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 06:51

Allison hjónin, Trevor og Helen Loraine.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. apríl 1912 sökk Titanic og létust yfir 1500 manns þá skelfingarnótt, ríflega helmingur farþega og áhafnar. 

Þegar ljóst var hvert í stefndi var lögð ofuráhersla á að bjarga konum og börnum en samt sem áður lést rúmlega helmingur þeirra 109 barna sé á skipinu voru. 

Allison fjölskyldan

Meðal farþega voru Hudson og Bess Allison, sterkefnuð kanadísk hjón, og voru börn þeirra tvö, hin tveggja ára Helen Loraine og sjö mánaða Trevor með í för ásamt stórum hópi þjónustufólks, Voru þau að sjálfsögðu á fyrsta farrými. 

Þegar að skipið rakst á ísjakann og byrjaði að sökkva fór Hudson af stað til að sjá á hvað gengi. En ein þjónustúlkna þeirra, Alice Cleaver, var fljót að átta sig á hversu alvarlegt ástandið var og greip því Trevor litla og komst með hann um borð í björgunarbát. Urðu snögg viðbrögð Alice til að bjarga lífi þeirra beggja.

Allison hjónin, Trevor og Helen Loraine.

Þegar að Hudson kom aftur til baka sá hann að fóstran var horfin með son hans. Mun hann hafa ályktað að Alice hafi farið í björgunarbát og rauk að þeim til að kanna hvort hvort kona hans og dóttir væru einnig komnar um borð. Þeir sem eftir lifðu sögðu svo hafa virst hafa sem allsherjar misskilning hafa tekið við hjá fjölskyldunni.

Bess, sem þegar var komin um borð í björgunarbát með Helen Loraine, taldi eiginmann sinn vera með drenginn í öðrum bát, yfirgaf þann björgunarbát sem hún var þegar komin í og fór að leita eiginmanns síns og sonar. 

Fóstran Alice með Trevor litla. Hún bjargaði lífi hans.

Svo fór að hjónin Hudson og Bess fórust ásamt Helen Loraine en aðeins lík Hudson átti eftir að finnast.

Helen Loraine var eina barnið, sem ekki var af þriðja farrými hina fátæku. til að deyja þessa nótt. 

Týnda barnið snýr aftur?

Ekki fer fleiri sögum af Allison fjölskyldunni þar til 1940 þegar að kona nokkur að nafni Helen Loraine Kramer steig fram og kvaðst vera Helen Loraine Allison.

Sagðist hún hafa komist af þar sem faðir hennar hefði látið hana í hendur ókunnugs manns og beðið hann um að gæta hennar. Maðurinn hafi heitið Hyde og sagði hún að hann hefði alið hana upp sem sína eigin dóttur. Ekki nóg með það heldur hélt hún því fram að fyrrnefndur Hyde hafi verið enginn annar en Thomas Andrews, arkitektinn að Titanic, sem talið var fyrir víst hefði farist í slýsinu. 

Sagði hún Hyde/Thomas fyrst hafa sagt sér ,,sannleikann” á dánarbeði. 

Helen Loraine Kramer stóð í málaferlum við hina stórauðugu Allison fjölskyldu í rúmlega hálfa öld og krafðist síns ,,réttmæta” hluta af auði hennar. Aftur á móti tók ekki nokkur sála í Allison fjölskyldu mark á sögu hennar. 

Helen Loraine Kramer hélt við sögu sína allt til æviloka.

Helen Loraine Kramer lést árið 1992 og hélt Allison fjölskyldan að loksins væru þau laus við konuna sem hafði áreitt þau svo að segja stanslaust í 52 ár.

Friðurinn úti

En friðurinn stóð ekki lengi.

Árið 2012, 100 árum eftir Titanic slysið, hóf barnabarn konunnar, Debrina Woods, að gera kröfu um viðurkenningu sem hluti af Allison fjölskyldunni og þar með réttmætum erfingja að fjölskylduauðnum.

Ástandið varð það slæmt að Allison fjölskyldan neyddist til að setja nálgunarbann á Debrina, meðal annars til að koma í veg fyrir að hún jarðsetti duftker ömmu sinnar í fjölskyldgrafreit Allison fjölskyldunnar. 

Það leið annar áratugur þar til málið var loks til lykta leitt.

Hálfsystir Debrinu féllst þá á að afhenda DNA sýni, sem Debrina hafði ávallt neitað að gefa, og kom í ljós að engin skyldleiki var með Helen Loraine Kramer, og hennar afkomendum, og Allison fjölskyldunni.

DNA sýni úr öðrum ættingja Debrinu staðfesti niðurstöðuna. 

Eins dapurlegt og það kann nú að hljóma er enn til fólk sem er reiðubúið að nýta sér 110 ára harmleik í von um fjárhagsávinning. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hödd og Andri Freyr nýtt ofurpar

Hödd og Andri Freyr nýtt ofurpar
Fókus
Í gær

Þessu hvíslaði Gwyneth Paltrow að lækninum sem kærði hana eftir að hún vann málið

Þessu hvíslaði Gwyneth Paltrow að lækninum sem kærði hana eftir að hún vann málið
Fókus
Í gær

Jake Paul og „kynþokkafyllsti skautahlaupari í heimi“ stinga saman nefjum

Jake Paul og „kynþokkafyllsti skautahlaupari í heimi“ stinga saman nefjum
Fókus
Í gær

Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“ 

Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“