fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Af hverju er Meghan Markle hataðasta kona internetsins?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 26. nóvember 2022 15:31

Harry og Meghan eru í sviðsljósinu þessa dagana. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldan sem aldrei virðist ein kona hafi náð að skapa sér jafn yfirgengilegar óvinsældir á undanförnum árum og hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle. Hún hefur jafnvel náð að toppa Amber Heard, sem þó var svo að segja tekin af lífi á netinu í málaferlum sínum gegn fyrrum manni sínum, Johnny Depp.

En af hverju allt þetta hatur?

Ástarsaga Meghan og Harry prins byrjaði með miklum ágætum. Þau kynntust árið 2016, þróaðist sambandið hratt, og fjölmiðlar og almenningur virtist himinlifandi með prinsessuna væntanlegu. Engu var til sparað við brúðkaupið í maí 2018, það kostaði heilar 32 milljónir punda, eða 5,6 milljarða íslenskar, sem er tveimur milljónum punda dýrara en brúðkaup Vilhjálms krónprins og Catherine, þá Middleton. 

En síðan lá leiðin hratt niður á við og í janúar 2020 tilkynntu þau Harry og Meghan, án samráðs við konungsfjölskylduna, að þau hyggðust hætta að koma fram opinberlega á vegum konungsfjölskyldunnar og flytja til Bandaríkjanna. 

Reyndar er hægt að skrifa heilu bókastæðurnar um óvinsældir Meghan og þegar hafa nokkrar slíkar verið ritaðar. Mörgum er meinilla við ítrekaða gagnrýni Meghan á konungsfjölskylduna, sérstaklega þar sem þau hjón ríghalda í titlana sem fyrrgreind fjölskylda veitti þeim.

En það eru einnig þau ósannindi sem Meghan hefur orðið uppvís að sem pirra marga. 

Lítum á þær helstu.

Eins og Mandela

Meghan sagði að þegar þa hjón hefðu mætt á frumsýningu kvikmyndarinnar Lion King í London í júlí 2019 hefð einn af aðstandendum sýningarinna  sagt henni að ,,við íbúar í Suður Afríku fögnuðum jafn mikið á brauðkaupsdegi þínum og daginn sem Nelson Mandela losnaði úr fangelsi.” Það er aðeins einn karlkyns leikari frá Suður Afríku í myndinni og segist sá aldrei hafa hitt hertogaynjuna á ævi sinni. 

Leynibrúðkaupið

Í viðtalinu fræga við Oprah sagði Meghan að þau Harry hefði gift sig í kyrrþey þremur dögum fyrir brúðkaupið dýra, til að eiga ,,sinn dag utan fjölmiðlasirkusins.”  Söguðu þau erkibiskupinn hafa gift þau í kyrrþey utandyra og hefði engir aðrir verið viðstaddir. Erkibiskupinn hefur sagt þetta rangt, hann hafi ekki gift þau fyrr en þremur dögum síðar – ekki einu sinni hitt þau þennan dag, auk þess sem slíkt hefði verið lögbrot án vitna. 

Engin hjálp

Meghan sagði að hún hefði enga hjálp fengið við að fóta sig við hirðina. Aftur á móti bað sjálf drottningin trúnaðarvinkonu sína, Samöntu Cohen, sem reyndar var að hætta störfum eftir margra ára störf við hirðina, að leiða hóp til að aðstoða Meghan. Ekki aðeins gafst Samantha upp eftir það sem síðar var lýst sem ,,einelti” heldur svo að segja allir sem fengnir voru í starfslið Meghan.

Endaði það með formlegri rannsókn á hegðun Meghan en er niðurstöðu þeirrar skýrslu haldið leyndri. Meira að segja Camilla drottning bauðst til að aðstoða Meghan sem afþakkaði pent.

Kvörtun Meghan um að henni hefði ekki verið kenndur breski þjósöngurinn þótt einnig skondin.

Prince Harry and Meghan Markle stun in three newly released ...

Vissi ekkert

Meghan sagði i trúlofunarviðtali sínum að hún hefði ekkert vitað um bresku konungsfjölskylduna né Harry prins. Aftur á móti segja æskuvinkonur hennar að Meghan hafi haft kóngafólkið svo að segja á heilanum, sérstaklega Díönu sálugu prinsessu, og hafi bókahillur hennar verið fullar af bókum um fjölskylduna. Ekki nóg með það, heldur hafði hún plakat af Vilhjálmi prins, síðar mági sínum, uppi á vegg sem unglingur.

Eða eins og einn fréttaskýrandi orðaði það, ,,ég ræð ekki einu sinni pípara nema að gúggla hann.“

Rasismi?

Meghan sagði einnig í viðtalið við Oprah að Archie sonur þeirra Harry væri neitað um titilinn prins þar sem hann væri álitinn ,,svartur”.

Reyndar átti Archie þá engan rétt á titlinum þar sem sem hann var þá langömmubarn drottningar og aðeins beinir krúnuerfingjar, það er að segja börn Vilhjálms áttu rétt á titlinum. Archie varð aftur á móti prins við lát langömmu sinnar enda barnabarn konungs. 

Týnda systirin

Meghan sagðist ekki hafa séð hálfsystur sína i ,,18-20” ár en það er reyndar til ansi hugguleg mynd af þeim systrum við útskrift eldri systur sinnar árið 2008. Það þótti einnig fremur lélegt af Meghan að bjóða ekki einum einasta ættingja sínum í brúðkaupið, fyrir utan móður sína. Það var aftur á móti faðir hennar sem sá að langmestu leyti um uppeldi hennar og mun hafa dekrað hana í tætlur.

Lokuð inni í höllinni

Meghan sagðist einnig hafa ,,verið læst inni í höllinni” og vegabréf tekið af henni. Reyndar fór hún 13 sinnum út fyrir landsteinana á þessu tímabili en þarna er þó hálfsannleik að finna þar sem þjónustufólk, sem hefur þann starfa að undirbúa ferðir konungsfjölskyldunnar til útlanda, geymir vegabréfin svo hátignirnar lendi ekki í því sama og við hin: Að rífa íbúðina í sundur rétt fyrir brottför í leit að passanum.

Engin sálræn aðstoð

Að sögn Meghan var líðan hennar á meðgöngu svo slæm að hún íhugaði sjálfsvíg. Hafi hún beðið um sálræna hjálp en verið synjað. Það er aftur á móti opinvert leyndarmál að flestir meðlimir konungsfjölskyldunnar hafa á einum eða öðrum tímapunkti þurft á slíkri aðstoð að halda og hafa til að mynda bæði Karl konungur og Vilhjálmur prins, auk Harry, allir haft óheft aðgengi að sálfræðingur og öðrum sérfræðingum.

N-orðið

Meghan hefur sagt að N-orðið hafi verið notað um sig og son sinn. Hún hefur aldrei sagt beint út hverjir hafi notað orðið ljóta en gefið í skyn að breskir fjölmiðlar séu þeir seku, án þess að nafngreina hinn seka miðil. Aftur á móti finnst hvergi ein einasta grein úr breskum fjölmiðli þar sem þetta orð er notað.

Ofsótt börn

Í viðtali við bandarískt tímarit sagði Meghan að það væri útilokað fyrir börn hennar að sækja skóla í Bretlandi sökum ágangs blaðamanna. Það er alrangt því til að það hefur verið samkomulag milli hirðar og pressu til margra áratuga að láta hin konunglegu börn í friði við sína skólagöngu.

Það er tekin ein mynd á fyrsta skóladegi viðkomandi barns, sú er uppstillt, og er þá öllum myndatökum við skóla lokið.

Við þetta má bæta að Meghan er afar dugleg við að koma fram í fjölmiðlum, sérstaklega sé litið til yfirlýsinga þeirra hjóna um að ,,vilja fá frið.“

Reyndar var mikið hlegið að vesalings Harry á ofangreindri mynd. Ekki bara var búið að bæta verulegu á hári á skalla hans, heldur sögðu kaldhæðnir prinsinn líta nákvæmlega út eins og ,,hárgreiðslumeistara“ Meghan.

Dæmi nú hver um sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar fljúga snemma úr hreiðrinu – Goðsögnin um ítölsku mömmustrákana er sönn

Íslendingar fljúga snemma úr hreiðrinu – Goðsögnin um ítölsku mömmustrákana er sönn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“