fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fókus

„Gott að vita að Jóla Gústi sé mættur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 13:30

Mynd/Veitur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitur greina frá því í dag að „Jóla-Gústi“ sé kominn til byggða. Margir spyrja sig þá eflaust hver þessi Jóla-Gústi sé, og er því auðsvarað enda birtu Veitur mynd af kauða á Facebook.

Jóla-Gústi er hátíðarbrunahani sem stendur vaktina fyrir utan Langholtsskóla. Veitur skrifa á Facebook:

„Hátíðarbrunahaninn Jóla-Gústi er kominn á stjá og mun standa vaktina fyrir utan Langholtsskóla um jólin. Þeir Ágúst Ástráðsson og Elvar Þór Ólafsson, starfsmenn vatnsveitunnar, komu honum fyrir í gær af öryggi og fagmennsku. 

Jóla-Gústi er 6 ára gamall og á hverju ári finnum við honum nýjan stað um hátíðirnar. Nafnið fékk hann í höfuðið á Ágústi sem sér til þess að hann komist alltaf á sinn stað.“ 

Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu fagnar komu Jóla-Gústa og skrifa til Veitna: „Gott að vita að Jóla Gústi sé mættur – vel gert Veitur.“

Í fyrra stóð Jóla-Gústi vaktina í Skerjafirði á gatnamótum Bauganess og Einarsness. Þá beindi Jóla Gústi þeim skilaboðum til landsmanna að fara varlega og huga eldvörnum heimilisins yfir hátíðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið loksins útkljáð – Die Hard er ekki jólamynd

Málið loksins útkljáð – Die Hard er ekki jólamynd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Laufey í uppáhaldi hjá Obama

Laufey í uppáhaldi hjá Obama