Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa sýnt samstarfsfólki sínu klámfengnar myndir af Kim Kardashian, þáverandi eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í umfjöllun Rolling Stones en þar greina tveir fyrrum samstarfsmenn Kanye frá þessari reynslu sinni.
Annar einstaklingurinn segir að West hafi sýnt honum mjög persónulega mynd af Kim þegar hann mætti til hans í atvinnuviðtal árið 2018. „Konan mín var að senda mér þetta,“ á Kanye að hafa sagt áður en hann sneri símanum sínum að honum og sýndi honum myndina af eiginkonu sinni.
Hinn starfsmaður rifjar upp að West hafi sýnt starfsfólki Yeezy myndband af Kim þetta sama ár, en augljóslega hafi verið um að ræða viðkvæmt efni frá einkalífi þeirra. Í umfjöllun Rolling Stone einnig fjallað um meinta ógnarstjórnun Kanye West og hann hafi notað ýmsar aðferðir til að kúga starfsfólk sitt.
Kim Kardashian sótti um skilnað frá Kanye West í febrúar á síðasta ári en þá höfðu þau verið gift í sjö ár.
Hér má nálgast umfjöllun Rolling Stone.