fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Birta Blanco sendir neyðarkall – Missa húsnæðið rétt fyrir jólin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 10:07

Birta Blanco Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-stjarnan Birta Blanco hefur undanfarna fjóra mánuði verið í daglegri leit að íbúð fyrir sig og dóttur sína en ekkert hefur gengið. Mæðgurnar missa núverandi húsnæði í lok nóvember og segir Birta að þetta sé orðið neyðarástand.

Birta hefur áður verið heimilislaus og hana dreymir um stöðugleika og öruggt húsnæði.

„Ég hef verið heimilislaus þrisvar og ég sem betur fer hef mjög góða vini í dag sem vilja hjálpa tímabundið,“ segir hún í samtali við DV.

„En mér finnst rosalega óþægilegt að búa inni á vinum mínum með eina sex ára. Ég er mjög sjálfstæð manneskja og vill finna öruggt heimili fyrir okkur. Ég meika ekki svona mikinn flutning eins og ég hef gert í gegnum árin og ætlaði ég að halda okkur í núverandi húsnæði í miklu lengri tíma en vegna ástandsins á leigumarkaðinum í dag þá var byrjað á að hækka leiguna töluvert og nú þarf að selja húsnæðið sem við erum að leiga.“

Er með góð meðmæli

Birta er opin fyrir hverju sem er á meðan það er á höfuðborgarsvæðinu.

„Greiðslugeta er 200 þúsund á mánuði. Við erum til í að vera hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. Okkur er sama hversu lítið húsnæðið er. Ég er með góð meðmæli, skila greiðslum alltaf á réttum tíma, ekkert partý vesen,“ segir hún og bætir við að hún sé að leita að lítilli íbúð svo hún geti safnað og flutt erlendis.

Sendir skilaboð daglega

Leitin gengur mjög illa þrátt fyrir ötula leit síðastliðna fjóra mánuði. „Ég hef daglega sent skilaboð á leigusala með húsnæði til leigu en annaðhvort fæ ég ekki svar eða okkur er neitað,“ segir hún.

„Ekki nóg með það að þá hefur allt hækkað í fáránlegar upphæðir. Ég er að sjá stúdíó íbúðir á 220 þúsund á mánuði sem er brenglun. Ég er í þriggja herbergja íbúð sem var upphaflega 230 þúsund og ég sé svipaðar íbúðir núna á 250 til 300 þúsund, ef ekki hærra.“

Leigusalar og aðrir sem vita af íbúð fyrir mæðgurnar geta sent skilaboð á Birtu á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því