fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Banksy ósáttur og hvetur til búðarhnupls

Fókus
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn dularfulli, Banksy, hvetur þjófa til að leggja leið sína í verslun GUESS á Regent Street í Lundúnum. Þetta gerir hann í kjölfar þess að verslunin í heimildarleysi notaði listaverk frá honum í búðarglugga sínum.

Birti hann færslu á Instagram þar sem hann sagði: „Athygli búðarhnúplarar. Vinsamlegast legið leið ykkar í GUESS á Regent Street. Þau hafa leyft sér að nota listaverk mitt án þess að spyrja og hvernig getur það þá verið rangt að þið gerið það sama við fötin frá þeim?“

GUESS hafði notað listaverk frá Banksy til að auglýsa nýja línu þeirra, listaverkið kallast Flower Thrower. Línan er unnin í samstarfi við Brandalised sem kaupir listaverk af veggjalistamönnum fyrir hönnun sína.

Eftir að Banksy hvatti til búðarhnupls lokaði Guess verslun sinni, huldi listaverkið og fékk öryggisverði til að vakta búðina. Starfsmenn neituðu að tjá sig við fréttamenn BBC.

Höfundarréttarlögmaðurinn Liz Ward sagði þó við BBC að svo virðist að sem að Guess hafi verið í góðri trú um að Brandalised hefðu rétt til að dreifa listaverki Banksy á vörum sínum.

„Það er ekki vitað hvort Banksy samþykkti eða yfir höfuð vissi af þessu samkomulagi. Ef hann vissi af því, þá er kannski þessi hvatning hans eins konar skæruhernaðar markaðssetning. Ef hann vissi ekki um þetta er hann líklega frekar pirraður, sérstaklega þar sem svona vinsæl fyrirtæki og merki eru ekki í samræmi við skoðanir hans gegn stofnunum (e. antiestablishment views)“

Liz bendir þó á að Banksy ætti þá frekar að ráðast gegn Brandalised eða Guess fyrir brot á höfundarrétti, en þar sem Banksy starfi í skjóli nafnleyndar þá gæti það reynst erfitt. Liz telur þó ekki réttlætanlegt að hvetja til afbrota.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Banksy (@banksy)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“