fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Fókus

Kynþokkafyllstu karlmenn Íslands fyrir 30 árum – „Ég ætla ekki einu sinni að lýsa efnaskiptunum sem eiga sér stað í návist hans“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 19. nóvember 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir svo að segja sléttum 30 árum, í október 1992, fékk dagblaðið Pressan nokkrar „heiðurskonur,“ sem ekki voru nafngreindar, til að velja „Mest sexí menn landsins” eins og segir í titli greinar sem blaðið birti.

Í greininni segir að konunum hafi ekki fundist um auðugan garð að gresja þar sem íslenskir karlmenn væru almennt ekki mjög kynþokkafullir.

„Það hefði verið tíu sinnum auðveldara að velja karlmenn sem eru turn off á Íslandi. Þeir eru miklu fleiri sem virka þannig á mann en kynþokkafullir,“ sagði ein dómnefndakvenna.

Egill Ólafsson missti sæti sitt á listanum árið 1992.

Egill datt út

Þó tókst að safna saman hópi íslenskra karlmanna sem höfðu einhver kynþokka til að bera, eins og segir í greininni, og voru þeir listaðir eftir aldri.

Pressan hafði áður fengið valin hóp kvenna til að velja kynþokkafyllstu mennina og í greininni kemur fram að miklar breytingar hafi orðið á vali kvenna á milli ára.

Magnús Scheving hlaut ekki náð fyrir augum kvenna árið 1992.

Til að mynda sé Egill Ólafsson fallinn úr toppsætinu og meðal annarra séu Jón Sigurðsson, Magnús Scheving og Þorgrímur Þráinsson allir horfnir á lista yfir menn með mesta aðdráttaraflið.

„Fljótt á litið virðast það vera meiri naglar sem urðu fyrir valinu nú. Sjálfsagt segðir það sína sögu um karlmennskuímynd dagsins í dag,“ segir í greininni.

Æðislega sexí augu

Karlarnir voru flokkaðir eftir aldri.

Í flokknum undir tvítugu voru fáir tilnefndir „enda aðeins örfáir karlmenn komnir með eitthvað sexappíl á þessum aldri.“

Páll Rósinkrans var sagður með æðislea sexí augu.

Sá sem þó hlaut náð dómnefndar var „óskabarn íslenskrar tónlistar,” Páll Rósinkrans, sem þótti hafa fágaða framkomu og og æðislega rödd. Þess fyrir utan voru konurnar heillaðar af augum hans. „Hann hefur æðislega sexí augu.“

Milli tvítugs og þrítugs harðnaði samkeppnin og stóð valið á milli þriggja þjóðþekktra einstaklinga, þeirra Baltasars Kormáks og Daníels Ágústs Haraldssonar og Björns Jörundar Friðbjörnssonar, kollega í hljómsveitinni Ný-dönsk.

Þeir félagar í Ný-dönsk, Daníel Ágúst og Björn Jörundur þótt afar sexí. Daníel Ágúst þó öllu meira.

Var tekið fram að allir hefðu þeir komið fram í „nýjustu íslensku kvikmyndunum” auk þess að vera allir nýir á kynþokkalista Pressunar.

Enn hálfgerði trippi

„Á þessum árum eru karlmenn enn hálfgerð trippi en kosturinn við þennan aldur er krafturinn og úthaldið.

Maður hefur á tilfinningunni að þeir ætli að leggja heiminn að fótum sér og baráttan um hvort þeir eigi að vera villtir eða stilltir gerir það að verkum að maður veit aldrei hvað maður hefur þá.“

Sagðist ein konan ekki geta lýst efnaskiptunum við að sjá Baltasar Kormák.

Ein dómnefndarkvenna sagði Baltarsar Kormák svo fallegan á sviði að hún ætlaði ekki einu sinni að lýsa efnaskiptunum sem ættu sér stað í návist hans.

„Hann hefur þennan suðræna ómótstæðilega kynþokka sem er svo vandfundinn hér á landi,“ sagði önnur og sú þriðja sagði hann sexý út í eitt.

Nefið á Daníel Ágústi laðaði konurnar svo hin „ferkantaða og fagurlagaða haka.“ Björn Jörundur var öll umdeildari og konurnar ekki sammála um hvort hann væri meira sætur eða sexí og áttu þær í erfiðleikum með að nefna eitthvað eitt fram yfir annað við Björn Jörund.

Svo fór að Baltasar vann, Daníel Ágúst fylgdi fast á hæla honum en þurfti Björn Jörundur að láta sér nægja bronsið.

Eyþór Arnalds, sem þá skartaði sinum löngu lokkum, var nefndur en komst ekki á toppinn.

Alfreð sem grískt goð

Margir á aldrinum milli þrítugs og fertugs komust á blað. Meðal þeirra má nefna Þröst Leó Gunnarsson, Tolla, Sigmund Erni, Alfreð Gíslason, Guðmund Andra Thorsson, Eyþór Arnalds, Jóhann Sigurðsson og Sigtrygg sykurmola auk fleiri mætra manna.

Þröstur Leo þótt afar sexí.

„Á þessum aldrei eru menn farnir að komast áfram í lífinu. Eitt af því sem er mikill kostur að búa yfir sér til framdráttar er kynþokki. Á þessum árum fer að bera raunverulega á því hvort þeir hafa ÞAÐ eða ekki, eða jafnvel hvort þeir hafa það af eða ekki,“ tilkynnti ein dómnefndarkvenna.

Rassinn á Alfreði Gíslasyni var sérstaklega nefndur.

Tolli vann enda þótti hann sexí fram í fingurgóma, Sigtryggur sykurmoli lenti í öðru sæti með „þessar rauðu, blautu varir“ og handboltakempan Alfreð Gíslason landaði því þriðja enda „grísku goði líkastur.

Tolli þótti ,,sexí fram í fingurgóma“

Alfreð fékk einnig þá umsögn að hann hefði allt, fallegt andlit, fallegan líkama og fallega útgeislun. Og alveg æðislega sætan rass.

Sigmundur Ernir átti fjölda aðdáenda.

Fæ í hnén

Baráttan var einnig hörð í hópnum milli fertugs og fimmtugs og náði Egill Ólafsson að vera þar nefndur þrátt fyrir að hampa engum toppsætanna. Töldu einhverjar kvennanna um að kenna hlutverki hans sem Ólafs Noregskonungs í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hvíta víkingnum.

Hjörtur Magni var sagður geggjaður.

Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akranes, þótt afar sexí og minna helst á leikarann William Hurt, séra Hjörtur Magni þótti „hreint geggjaður og algjör sjarmör“ en fyrsta sætið féll í skaut Svavars Gestssonar stjórnmálamanns.

Ummæli um Svavar voru á við „ég fæ alltaf í hnén þegar ég sé hann, hann er er á einhvern hátt ósnertanlegur.“

Í öðru sæti var Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá/Almennra sem var sagður hafa „yfirvegaðan kynþokka“ og þriðja sæti vermdi Sigurður Sverrir Pálsson, kvikmyndatökumaður.

Bogi, með sinn mjúka sexappíl.

Bogir Ágústsson var einnig sérstaklega nefndur með sinn „mjúka sexappíl.“

Voða sætur en ekki með kynþokka

Harðasta baráttan var í flokknum fimmtugir og eldri og sögðu konurnar karlmenn þá loks fullþroska, enda persónuleiki þeirra fullmótaður.

Ellert B. Schram var með fallega framkomu.

„Haldi þeir enn sjarmanum á þessum aldrei er það ævintýri líkast að vera nálægt þeim. Þeir verða fallegir en nokkru sinni, eins og útsprungin blóm,“ sagði ein dómnefndarkona af eldri kynslóðinni.

Það voru mágarnir Ellert B. Schram og Jón Baldvin Hannibalsson sem flest fengu atkvæðin.

Baráttan á milli Ellerts og Jóns Balldvins var hörð.

„Ellert er svo heilbrigður og hefur svo fallega framkomu. Að auki er hann samband af hinum mjúka og harða manni. Hann kann að notast við kynþokkann. Það kalla ég greind” sagði ein dómnefndarkonan.

„Friðrik Sophusson fjármálaráðherra er voða sætur en hefur ekki það sem maður getur kallað kynþokka,“ sagði önnur í rökum sínum fyrir kynþokka Jóns Baldvins.

Friðrik Sophusson þótti frekar sætur en sexí.

Svo fór að þeir Ellert og Jón Baldvin deildu sæti yfir kynþokkafyllstu menn Íslands yfir fimmtugu árið 1992.

Jóhann Eyfells myndlistarmaður varð í öðru sæti enda ,,geta eldri konur ekki haldið vatni yfir honum. Ég hef aldrei séð þvílíkan séns hjá nokkrum manni á hans aldri,“ eins og það var orðað.

Höskuldur Jónsson vann í sínum aldursflokki.

Í þriðja sæti var’ síðan Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sem þótti afar kynþokkafullur.

„Hann hefur kraft unga mannsins og hið barnslega en skelmislega augnatillit,“ sagði í niðurstöðum dómnefndar Pressunar um mest sexí karlmenn landsins árið 1992.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að því að hún væri einhleyp eftir að Pauly D „puttaði tvær þjónustustúlkur“

Komst að því að hún væri einhleyp eftir að Pauly D „puttaði tvær þjónustustúlkur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona fær að heyra það fyrir óvenjulega beiðni á Facebook – „Hver er til í að reyna við kærastann minn?“

Íslensk kona fær að heyra það fyrir óvenjulega beiðni á Facebook – „Hver er til í að reyna við kærastann minn?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærði eiganda Mandi eftir þriggja mánaða martröð – Hrópaði eftir hjálp starfsmanna en enginn kom henni til bjargar

Kærði eiganda Mandi eftir þriggja mánaða martröð – Hrópaði eftir hjálp starfsmanna en enginn kom henni til bjargar
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Tónlistin er líf mitt og ég hugsa um tónlist alla daga og mig dreymir um tónlist á næturnar“

„Tónlistin er líf mitt og ég hugsa um tónlist alla daga og mig dreymir um tónlist á næturnar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Gott að vita að Jóla Gústi sé mættur“

„Gott að vita að Jóla Gústi sé mættur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Listafólk lét í sér heyra í Kringlunni í tilefni af Þitt nafn bjargar lífi

Listafólk lét í sér heyra í Kringlunni í tilefni af Þitt nafn bjargar lífi