Glæsileg þakíbúð á tveimur hæðum á góðum stað í Keflavík er til sölu og óska seljendur eftir tilboði í eignina.
Íbúðin hefur þrjár svalir með fallegu útsýni yfir Keflavík og til sjávar. Svalirnar eru yfirbyggðar og rúmgóðar með heitum pott.
Eignin er 195,8 fermetrar að stærð og fylgir sérbílastæði í bílakjallara.
Innréttingar eru vandaðar og granít á gólfi, mikil lofthæð og stórir gluggar.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.