fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Ætlaði að koma kærustunni sinni á óvart – Kom að henni í miðju kynlífi með nýju vinkonu sinni

Fókus
Laugardaginn 22. janúar 2022 21:56

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar kærastan mín eignaðist góða vinkonu í vinnunni sinni þá var ég ánægður… þar til ég komst að því að þær voru að stunda kynlíf saman.“

Svona hefst bréf sem maður nokkur skrifar til Dear Deidre, kynlífs- og stefnumótaráðgjafa The Sun. „Ég komst að þessu þegar ég gekk inn á þær tvær í rúminu okkar. Þær hafa víst verið að gera þetta mánuðum saman,“ segir maðurinn sem er 32 ára en kærastan hans er 27 ára.

„Við erum búin að vera saman  í næstum þrjú ár. Í fyrra hugsaði hún með sér að hún vildi gera eitthvað nýtt svo hún hætti í vinnunni sinni sem ljósmóðir og ákvað að læra að verða fæðingarþjálfari (e. doula). Í náminu kynntist hún annarri stelpu, Megan, þær urðu mjög nánar. Mér fannst gott að sjá að hún var að eignast nýja vini því hún var að vinna með erfiðu fólki í gömlu vinnunni sinni.“

Kærastan hatar að vera ein í húsinu

Maðurinn segir að vegna vinnunnar sinnar þá þurfi hann að ferðast á tveggja til þriggja vikna fresti. „Kærastan mín hatar að vera ein í húsinu. Venjulega kemur systir hennar og gistir með henni en í október spurði hún mig hvort það væri ekki í lagi ef Megan væri með sér í staðinn,“ segir hann í bréfinu.

„Mér var alveg sama – ég hugsaði með mér að gistipartýið þeirra myndi innihalda nokkrar flöskur af víni og nóg af rómantískum gamanmyndum. Þegar ég kom heim nokkrum dögum síðar var kærastan mín hæstánægð.“

„Ég get ekki losnað við myndina af þeim tveim úr hausnum mínum“

Í síðasta mánuði þurfti maðurinn að koma degi fyrr heim úr vinnuferðinni sinni. „Ég hugsaði með mér að ég gæti komið henni ánægjulega á óvart,“ segir hann. „Þegar ég kom inn heyrði ég fliss uppi. Ég hugsaði ekki mikið um það en þegar ég gekk inn í svefnherbergið sá ég kærustuna mína að gefa vinkonu sinni munnmök.“

Maðurinn segist hafa farið beint út úr herberginu og svo beint út úr húsinu þegar hann sá þetta. „Þegar ég kom til baka nokkrum dögum síðar reyndi kærastan mín að halda því fram að þetta hafi bara verið eitt skipti. En það var búið að kveikja á kertum og það voru kynæsandi nærföt á gólfinu – það eru ekki merki um óvænta uppákomu.“

Hann segir að þetta hafi komið honum mjög á óvart, sérstaklega þar sem kærastan hans hafði aldrei sagt honum að hún væri tvíkynhneigð. „Hún er búin að grátbiðja mig um að gefa sér annað tækifæri en ég er ekki viss um að ég geti það. Ég get ekki losnað við myndina af þeim tveim úr hausnum mínum.“

„Þú einn getur ákveðið hvort þú viljir það“

Deidre svarar manninum og gefur honum ráð. Hún segir að það taki alltaf tíma að jafna sig á framhjáhaldi, hvort sem það hafi verið haldið framhjá með karlmanni eða konu. „Það er mögulegt að styrkja sambandið eftir að annar aðilinn hélt framhjá en þið verðið að vera bæði tilbúin í að vera virkilega dugleg þegar kemur að því að byggja traustið upp á ný,“ segir hún.

„Þú einn getur ákveðið hvort þú viljir það en kærastan þín þarf að hugsa hvort það sé hlið á hennar kynhneigð sem hún þarf að kanna nánar.“

Þá segir hún að það besta sem þau geta gert til að byrja með sé að fara í sambandsráðgjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“