fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Heiðra minningu Rósalindar rektors -Henni tókst bæði „að kæta fúlustu prófessora og veita stúdentum stuðning“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 21:15

Samsett mynd/Háskóli Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósalind rektor, einn af frægustu köttum Reykjavíkur, hefur lokið sínu níunda lífi. Rósalind bjó í nágrenni Háskóla Íslands en var fastagestur í skólanum og lét þar gjarnan fara vel um sig. En nú er hún öll.

„Rósalind var stór hluti af háskólasamfélaginu og vandi komur sínar í byggingar Háskólans í mörg ár. Hún átti heima í nágrenni háskólasvæðisins en virðist hafa liðið einkar vel í Háskólanum því hún kom þangað jafnt á virkum dögum sem helgum og lét sig alls ekki vanta á stórar hátíðir eins og Háskóladaginn,“ segir Bryndís Erna Jóhannsdóttir, ritstjóri innri vefs Háskóla Íslands.

Innri vefur HÍ kallast Uglan en auk hinnar hefðbundnu myndar af Uglunni góðu hefur þar síðustu daga einnig verið mynd af Rósalind heitinni.

„Vegna þessara sorgartíðinda vildi Uglan heiðra minningu Rósalindar með því að birta mynd af þeim vinkonunum saman á innri vef skólans. Uglan klæðir sig gjarna upp á við ýmis tilefni og býður háskólasamfélaginu upp á lítinn skemmti- eða fróðleiksmola á hverjum degi. Margir á háskólasvæði eiga eftir að sakna Rósalindar mjög mikið; þar á meðal Uglan,“ segir Bryndís Erna.

Hún bendir á að bæði stúdentar og starfsfólk hafi tekið miklu ástfóstri við þennan fróðleiksfúsa kött sem mætti bæði í kennslustundir, á lesstofur, í Bóksöluna, á Stúdentakjallarann, skrifstofur prófessora og jafnvel á skrifstofu rektors. Af þeim sökum hafi hún fengið viðurnefnið Rósalind rektor sem festist sannarlega í sessi eins og myllumerkið #rosalindrektor á samfélagsmiðlum vitnar um.

„Frægð Rósalindar hefur borist víða og mörgum sinnum um hana fjallað í fjölmiðlum og þá hefur hún einnig ratað á kaffikrúsir og veggspjöld sem seld eru í borginni,“ segir Bryndís Erna og vísar þar til vara sem Hjarta Reykjavíkur hefur hannað og selur.

Þá var meðal annars fjallað um Rósalind rektor í úttektinni Kettirnir sem eiga miðbæinn í DV 2018.

„Ýmsir kettir hafa fetað í fótspor Rósulindar og heimsótt byggingar skólans en þar sem hún var fyrir á fleti fór ekki á milli mála hver var drottning háskólasvæðisins. Nú hefur hefur þessi lærdómsköttur kvatt eitt af sínum níu lífum og miðað við viðbrögð bæði fyrrverandi og núverandi nemenda og starfsfólks á samfélagsmiðlum er engum vafa undirorpið að Rósalind er háskólasamfélaginu mikill harmdauði enda tókst henni bæði að kæta fúlustu prófessora og veita stúdentum stuðning á erfiðum stundum í námi með uppátækjum sínum og almennri geðprýði. Minningin um merkiskött lifir,“ segir Bryndís Erna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“