fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Ræktarsjálfan kom upp um framhjáhaldið -„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir“

Fókus
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú á dögum snjallsíma og samfélagsmiðla er vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig hafi maður óhreina samvisku. Þessu fékk maður einn að kynnast nýlega.

Kona nokkur, Hannah, greinir frá því á TikTok að saklaus ræktarsjálfa (e. gym selfie) hafi sýnt henni að maðurinn sem hún var að hitta væri í raun úlfur í sauðargæru.

Hún hafði kynnst manninum í gegnum stefnumótaforritið Tinder. Hún veitti því eftirtekt að þegar hún skiptist á skilaboðum við manninn þá var bakgrunnur skilaboðanna grænn. Hannah notar síma af gerðinni iphone og þegar hún skiptist á skilaboðum við fólk sem ekki á iphone verður bakgrunnurinn grænn á meðan bakgrunnurinn er blár þegar tveir iphone-eigendur eru að ræða saman.

Hún og maðurinn grínuðust með þetta og sagðist hann bráðum ætla að ganga til liðs við „bláa gengið“. Hann sendi henni svo ræktarsjálfu nokkrum dögum síðar til að reyna að ganga í augun á henni með stæltum kroppi sínum en Hannah, sem er afar glögg, tók þá eftir því að á myndinni hélt hann á iphone.

Með myndbandinu sem hún hefur nú deilt á TikTok segir hún: „Ef þú ert á Tinder til að halda framhjá maka þínum og ert að nota einnota síma [e. burner phone], ekki senda speglasjálfu.“

Slíkir símar eru gjarnan notaðir af glæpamönnum eða þeim sem kæra sig ekki um að samskipti þeirra séu rekjanleg. Oftast eru þetta ódýrir símar sem ekki eru tengdir við nafn eigenda sem gjarnan losa sig við símanna eftir að hafa notað þá í ætluðum tilgangi.

Hannah ákvað að reyna að góma manninn við lygarnar svo hún lagði fyrir hann gildru.

„Hvernig iPhone áttu? Ég þarf að fá mér nýjan.“ 

Maðurinn áttaði sig ekki á hversu gildishlaðin þessi spurning var og svaraði um hæl: „Ég á iphone 12 minnir mig“

Þar með staðfesti maðurinn grun hennar og hún sleit á samskiptin við hann, en fyrst ákvað hún að opinbera hann á TikTok.

Fylgjendur hennar hrósuðu henni fyrir að vera svona glögg.

„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir… við þurfum ekkert að gera lengur,“ skrifar einn.

„Þetta gera margir giftir menn. Maðurinn sem ég stóð að verki mútaði mér svo ég myndi ekki segja konunni hans. Ég tók peninginn en sagði konunni hans samt,“ skrifar annar.

 

@hannah.o5 Girl, come get your man 🤦‍♀️ #greenscreen #tinder #fyp #cheater ♬ Get Into It (Yuh) – Doja Cat

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“