fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Hrósaði manninum fyrir að stara ekki á rass hennar á meðan hún var í ræktinni

Fókus
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær eru ófáar konurnar sem hafa lent í því að fá óumbeðna athygli frá karlmönnum á meðan þær eru að æfa í ræktinni. Það vakti því athygli þegar kona nokkur á TikTok deildi því að maður hefði EKKI glápt á hana á æfingu.

„Ég vil bara senda manninum kveðju sem stóð fyrir aftan mig á meðan ég var að gera hnébeygjur því ég var svo stressuð um að það væri verið að glápa á mig en sem betur fer var veitti hann bossanum mínum enga athygli. Horfði á þetta og leið betur.“

Þetta skrifaði konan í myndbandi sem hún deildi á TikTok. Hún var að gera hnébeygjur og á myndbandinu má sjá mann fyrir aftan hana. Sá maður horfir ekki einu sinni í áttina að henni heldur bara gólfið og svo beint upp í loftið á meðan hann gerði sínar eigin æfingar.

 

@libbychristensen ty for your service kind sir #gymtok #girlwholift #YerAWizard ♬ The Golden Girls – The Main Title Theme – TV Themes

Nú hafa rúmlega 4,5 milljónir manns horft á myndbandið og margir skrifað athugasemdir við það. Meðal annars menn sem greina frá því að þeir gæti þess sérstaklega að láta konum ekki líða illa í ræktinni.

„Það sem maðurinn er að gera þarna er kallað „Ah já gólfið er gert úr gólfi – aðferðin“

„Þegar ég lendi í þessari stöðu sem maðurinn er í í ræktinni þá verð ég að færa mig því ég er hræddur um að konur haldi annars að ég sé pervert. Þessi óþæginda tilfinning gengur stundum í báðar áttir.“

Svo voru líka neikvæðar athugasemdir frá þeim sem velta því meðal annars fyrir sér hvort konan hafi hugsað út í það að kannski kærði umræddur maður sig ekkert um að hún væri að taka hann upp.

„Kannski ef þú einbeittir þér frekar að því að æfa frekar en hvað aðrir í ræktinni eru að gera færir þú að sjá betri árangur af æfingunum.“

„Heldurðu að honum finnist þægilegt að þú sért að taka hann upp“

Svo voru þeir sem töldu að konan væri hreinlega að biðja um athygli með því að klæða sig í aðsniðin íþróttaföt, en aðrir voru fljótir að þagga niður í þeim aðilum.

„Ég held að sumir ykkar eigið ekki eftir að verða ánægðir fyrr en konur eru allar í joggingbuxum og rúllukragabolum í ræktinni.“

Sjá einnig:

Fagnað eftir að hún lét „krípí gamla gaurinn“ í ræktinni heyra það – „Ég hef sönnun“

Leið eins og hún hefði verið kýld í magann þegar hún skoðaði upptökuna eftir æfingu

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni