fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Fókus

Leið eins og hún hefði verið kýld í magann þegar hún skoðaði upptökuna eftir æfingu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 19:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er algengt að fólk taki sig upp á æfingu, til dæmis til að bæta tækni, tryggja að líkamsstaða sé rétt eða bara til að skjalfesta árangurinn. Ung kona var á æfingu á hverfisstöð sinni og tók æfinguna upp. Svo virðist sem að hún hafi ekki verið sú eina sem það gerði.

Konan, sem kallar sig Marzii10 á TikTok, deilir myndbandinu á samfélagsmiðlinum. Í myndbandinu, sem hefur fengið rúmlega 3,3 milljónir áhorfa, má sjá Marzi standa fyrir framan spegil, myndavélin er á bak við hana. Síðan gengur maður bak við hana, en fyrir framan myndavélina, og setur töskuna sína á gólfið, með símann í hinni hendinni.

Marzi tók eftir að maðurinn var á bak við hana og hélt að síminn hennar væri kannski fyrir honum og fór að sækja hann og baðst afsökunar. Það var ekki fyrr en hún skoðaði upptökuna þegar hún sá að maðurinn var að taka myndband af henni æfa.

„Mér býður við þessu,“ skrifar hún með myndbandinu á TikTok. „Ég var að taka mig upp og virðist ekki hafa verið sú eina.“

@marziii10 I didn’t notice until I watched the video in my car… #wtff #gymfail #gross #whatdoido #fyp ♬ original sound – m

Í öðru myndbandi segir Marzi að henni hefði liðið eins og hún hefði verið kýld í magann þegar hún sá upptökuna. „Hann var heppinn að ég var sein í vinnuna, annars hefði ég hlaupið inn og verið alveg: Hvað í fjandanum?“

Hún ræddi við starfsfólk líkamsræktarstöðvarinnar og lét það vita af atvikinu. Starfsfólkið sagði að það myndi gefa skýrslu þegar búið væri að bera kennsl á manninn.

@marziii10 Reply to @matt.miller.lifts ♬ original sound – m

Athæfi mannsins hefur vakið mikinn óhug meðal netverja.

Þetta atvik er því miður ekki einsdæmi. Fyrr í mánuðinum greindum við frá því þegar kona lét mann, sem hafði áreitt hana í ræktinni svo mánuðum skipti, loksins heyra það.

Sjá einnig: Fagnað eftir að hún lét „krípí gamla gaurinn“ í ræktinni heyra það – „Ég hef sönnun“

Fyrr í mánuðinum greindum við frá því þegar kona lét mann, sem hafði áreitt hana í ræktinni svo mánuðum skipti, loksins heyra það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“

Jón Viðar gagnrýnir Verbúðina – „Maður vill helst ekki eyða miklum tíma í eitthvað sem er ekki merkilegra en þetta“
Fókus
Í gær

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni

Svörtu sandar verður til frumsýningar á Berlinale kvikmyndahátíðinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks
Fókus
Fyrir 5 dögum

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“