fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Fókus

Fagnað eftir að hún lét „krípí gamla gaurinn“ í ræktinni heyra það – „Ég hef sönnun“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 15. nóvember 2021 12:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heidi Aragon er bandarískur einkaþjálfari. Hún var á dögunum í ræktinni að æfa þegar hún tók eftir karlmanni sem var að stara á hana. Eftir smá tíma fór henni að þykja það mjög óþægilegt og kallaði á eiginmann sinn sem var á æfingu með henni og bað hann um að æfa við hliðina á sér í von um að maðurinn myndi hætta.

En svo var ekki. Hún endaði með að tala við manninn og biðja hann vinsamlegast um að hætta. Maðurinn neitaði að hafa gert nokkuð rangt en það sem hann vissi ekki var að Heidi tekur upp æfingarnar sínar og var hún því með sönnun fyrir hegðun hans.

Skjáskot/TikTok

„Þessi krípí gamli gaur í ræktinni var alltaf að koma nálægt mér og stara á mig,“ segir hún. Eftir að það virkaði ekki að hafa eiginmann hennar við hliðina á sér ákvað hún að stara á hann til baka.

„Ég hélt að hann væri búinn að ná þessu. Ég reyndi að halda áfram að æfa en fékk að lokum nóg og talaði við hann,“ segir hún.

„Ég sagði að ef hann ætlaði að æfa í þessu horni þá þyrfti hann að hætta að stara og láta mér líða óþægilega. Hans svar var: „Ég er bara að skoða í kringum mig.“ Ég sagði honum þá að ég tek upp allar æfingarnar mínar og er með hann á myndbandi. Hann var fljótur að þegja.“

Hún birtir myndband frá atvikinu á TikTok. Yfir milljón manns hafa líkað við það og tekið henni fagnandi fyrir að hafa sagt eitthvað við manninn.

„Vel gert að láta hann heyra það. Þessir menn fara bara til að stara á konur en ekki til að æfa. Er alltaf að sjá það,“ segir einn netverji.

Sjá einnig: Hann hafði verið að áreita hana í marga mánuði – Augnablikið sem hún lætur hann heyra það

Því miður er þetta ekki einsdæmi. Í byrjun nóvember greindum við frá því að kona lét mann, sem hafði verið að áreita hana í marga mánuði, loksins heyra það. Það kom seinna í ljós að það væri þegar búið að gefa út handtökuheimild gagnvart manninum fyrir að eltihrella aðra konu.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@fit_with_heidiDon’t sit there and tell me you’re not doing something when I have proof. 😡 ##gymtok ##fittok ##influencer ##viral ##trending ##tiktok ##fitness ##gym ##gymgirl ##fyp ##fypシ ##foryou ##foryoupage ##gymcreeps♬ Real As It Gets – Lil Baby

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Í gær

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu