fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

Sendi nektarmyndir á ókunnuga karlmenn á flugvelli

Fókus
Þriðjudaginn 27. september 2022 23:00

Amanda Clarke - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-stjarna að nafni Alaska Clarke hefur verið gagnrýnd harðlega eftir myndband sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. Í myndbandinu segir Clarke að hún hafi verið að senda nektarmyndir á ókunnuga menn í gegnum AirDrop, þjónustu sem gerir notendum Apple tækja kleift að deila myndum og öðru efni þráðlaust. Clarke gefur í skyn með hljóðinu sem hún notar í myndbandinu að hún sendi nektarmyndirnar til þess að reyna við menn.

Myndbandið hefur vakið töluverða athygli en það hefur verið spilað rúmlega 3,6 milljón sinnum á miðlinum. Þá hafa rúmlega 410 þúsund manns sett hjarta við það. Það þýðir þó ekki að öll séu ánægð með það.

@imalaskaclarke_♬ original sound – x.c41tl1n.x

Í athugasemdunum er Clarke nefnilega harðlega gagnrýnd fyrir athæfið. Fólk bendir henni meðal annars á að hún gæti sent nektarmyndirnar á fólk sem vill ekki fá þær og að það sé þá kynferðisbrot. Þá er henni einnig bent á að hún gæti sent myndirnar á börn.

„Ég er nokkuð viss um að þetta sé ólöglegt,“ segir til að mynda í einni athugasemd við myndbandið en fjölmörg taka í svipaða strengi. „Það eru bókstaflega börn þarna og gift fólk,“ segir svo í annarri athugasemd. „Þetta er kallað glæpur,“ segir í enn annarri athugasemd.

Einnig velta netverjar því fyrir sér í athugasemdunum hvað myndi gerast ef karlmaður gerði það sama, það er myndi senda nektarmyndir af sér á ókunnugar konur á flugvelli. „Ef karlmaður myndi gera þetta þá væri það risastórt vandamál,“ segir til dæmis einn netverji en þá bendir annar netverji á að þetta sé einmitt risastórt vandamál, sama af hvaða kyni sá sem gerir þetta er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“