Veitingamaðurinn Stefán Magnússon og unnusta hans, Rannveig Júníusdóttir, hafa sett eignina sína við Tjarnarbrekku í Garðabæ á sölu á 208,9 milljónir.
Rannveig var ráðin í stöðu framkvæmdastjóra skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands í nóvember 2020. Stefán rekur vinsælu veitingastaðina Sjáland, Mathús Garðabæjar og Reykjavík Meat.
Um er að ræða rétt rúmlega 264 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2009. Það eru fjögur svefnherbergi, þrjú baðherbergi, bílskúr og þvottahús.
Eignin stendur á 721 fermetra eignarlóð með fallegum garði með heitum potti og körfuboltavelli bakatil. Nánar má lesa um eignina á fasteignavef Vísis.