fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Eign dagsins – Sannkallaður sælureitur í Hafnarfirði við sögulegan saltfisksstað

Fókus
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Arnarhrauninu í Hafnarfirði má finna ævintýralega fallegt einbýlishús sem hefur verið mikið, og þá er verið að meina MIKIÐ, endurnýjað. Umrædd eign er í ævintýralegafallegu umhverfi en eignin er staðsett á sælureit við friðað svæði þar sem að lóðin liggur að Einarsreit.

Fyrir þá sem ekki þekkja til Einarsreits á er hann einn af þeim fjölmörgu stöðum í Hafnarfirði sem saltfiskur var verkaður. Það var útgerðarmaðurinn Einar Þorgilsson sem útbjó þennan tiltekna reit árið 1913, en enginn fiskur er þó verkaður þar í dag heldur hefur verið komið fyrir leik- og boltavelli fyrir börnin ásamt söguskilti frá Byggðasafni Hafnarfjarðar þar sem sagt er frá saltfiskverkun á Hafnarfirði á árum áður.

Staðsetning eignarinnar við Arnarhraun er því einstaklega skemmtilegt því úr bakgarði er hægt að hlaupa beint út á Einarsreitinn og því sannkallaður ævintýrastaður fyrir börnin.

Sjálft húsið er svo ekkert slor, heldur gekk undir mikla yfirhalningu á síðasta ári og er því gífurlega lekkert að innan. Skipt hefur verið um öll gólfefni og hiti settur í gólfin. Rafmagnið hefur einnig verið endurnýjað og samhliða því var komið fyrir fallegri lýsingu í loftið. Eldhúsið var svo endurnýjað með innréttingu frá Eyju og eru allar innihurðir sérsmíðaðar.

Baðherbergin eru tvö og eru bæði hin glæsilegustu og fyrir þá sem vilja slaka enn meira á þá er heitur pottur á veröndinni.

Garðurinn  er einstaklega gróinn og fagur en hann var teiknaður af Steinþóri Einarssyni sem einnig vann garðinn, heimkeyrslu og framhlið. Garðurinn fékk viðurkenningu árið 2002. Fyrir aftan rúmlega 40 fermetra bílskúrinn má svo finna blómaskála, moltukassa og blómakassa til ræktunar.

Nánar má fræðast um eignina á Fasteignavef DV

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Í gær

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Kærastinn er að reyna að breyta mér í eiginkonu sína heitna“

„Kærastinn er að reyna að breyta mér í eiginkonu sína heitna“