fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Segja Elon Musk hafa eignast tvíbura á síðasta ári með náinni samstarfskonu

Fókus
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 07:49

Elon Musk. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, ríkasta maður heims, er sagður hafa eignast tvíbura á síðasta ári með háttsettri samstarfskonu í einu af fyrirtækjum auðkýfingsins. Þetta kemur fram í umfjöllun Business Insider.

Í umfjöllun miðilsins kemur fram að barnsmóðir Musk heiti  Shivon Zilis og er háttsettur stjórnandi í fyrirtækinu Neurolink en markmið þess er að koma fyrir tölvuflögu í heila mannfólks og tengja einstaklinga þannig við internetið. Starfsemin er umdeild í ljósi þess að tæknin hefur verið prófuð á dýrum með miður góðum árangri á köflum.

Umfjöllun Business Insider byggist á gögnum þar sem fram kemur að sótt hafi verið um í apríl á þessu ári að tvíburarnir litlu beri eftirnafn Musk, og hann þar með faðir þeirra, og fjölskyldunafn Zilis sem millinafn. Beiðnin var síðan samþykkt í maí.

Zilis, sem er 36 ára og frá Kanada, hóf að starfa fyrir fyrirtæki Musk, OpenAI, árið 2016. Áður hafði hún starfað fyrir fjárfestingasjóð sem kom henni á lista Forbes yfir eftirtektarvert fólk undir þrítugu.

Shivon Zilis

Fyrir þessi tíðindi hafði Musk feðrað átta börn. Sex þeirra með fyrrum eiginkonu sinni, Justine Wilson. Fyrst eignaðist parið barn árið 2002 sem dó vöggudauða aðeins 10 vikna. Tveimur árum síðar  eignuðust hjónin tvíbura og árið 2006 eignuðust þau þríbura með hjálp tæknifrjóvgana.

Þá eignaðist Musk tvö börn með tónlistarkonunni Claire Boucher, betur þekkt sem Grimes. Seinna barn þeirra kom í heiminn árið 2021 með hjálp staðgöngumóður..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu