fbpx
Miðvikudagur 28.september 2022
Fókus

Alræmt viðtal við „ógnvekjandi“ Tom Cruise vekur athygli á ný

Fókus
Mánudaginn 27. júní 2022 15:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamalt viðtal 60 Minutes við Tom Cruise frá árinu 2005 er að vekja athygli á ný. Viðtalið þótti sérstaklega vandræðalegt á sínum tíma og þykir netverjum það enn í dag.

Tom Cruise lét fjölmiðlamanninn Peter Overton heyra það fyrir spurningar sínar og sagði honum að sýna mannasiði.

Þó það séu komin 17 ár síðan viðtalið kom út er það að fara aftur um netheima eftir að netverji vakti athygli á því á Twitter fyrir stuttu. Viðtalið er oft kallað „alræmt“ og leikaranum lýst sem „ógnvekjandi“ í því.

Fjölmiðlamaðurinn Peter Overton settist niður með Tom Cruise en samtalið varð frekar óþægilegt þegar Peter byrjaði að spyrja um fyrrverandi eiginkonu Tom, Nicole Kidman.

„Er Nicole ástin í lífi þínu?“ Spurði Peter og fékk hörð viðbrögð frá stórstjörnunni.

Peter gafst ekki upp og spurði frekari spurninga um Nicole og þá fékk Tom nóg. „Þú ert að fara yfir strikið núna og þú veist það,“ sagði hann og starði á Peter.

Fjölmiðlamaðurinn sagði þá að þetta væri það sem „fólk vill vita.“

„Peter, Peter. Þú vilt vita þetta. Taktu ábyrgð á því sem þú vilt vita. Ég er bara að segja þér það núna, ókei? Sýndu mannasiði.“

Horfðu á viðtalið í heild sinni hér að neðan, en Peter þurfti að sitja fjögurra klukkustunda námskeið hjá Vísindakirkjunni fyrir viðtalið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Þegar krakkarnir héngu á Hallærisplaninu, bjórlíki var selt og Rás 2 þótti ofursvöl – Molar frá lummulegasta tíma Íslandssögunnar

Þegar krakkarnir héngu á Hallærisplaninu, bjórlíki var selt og Rás 2 þótti ofursvöl – Molar frá lummulegasta tíma Íslandssögunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Enn er deilt um frægustu draugamynd allra tíma – Hver er sannleikurinn að baki kirkjudraugnum?

Enn er deilt um frægustu draugamynd allra tíma – Hver er sannleikurinn að baki kirkjudraugnum?