fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Ástfangin Bergljót Arnalds tók skyndiákvörðun og endaði á Maldíveyjum

Fókus
Fimmtudaginn 2. júní 2022 13:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Bergljót Arnalds gaf út nýtt tónlistarmyndband í dag við lagið „Crazy Full of Love.“ Myndbandið er tekið upp á Maldíveyjum, á litlu sandrifi umkringdu túrkisgrænum sjó, þar sem söngkonan varð ástfangin.

„Síðasta utanlandsferð mín fyrir Covid var til Maldíveyja. Ég tók með mér bakpoka, flaug fyrst frá Íslandi til London, þaðan til Abu Dabí, þaðan til Malé og loks sigldi ég á ferju í klukkutíma að eyju þar sem ég gisti á AirBnB. Ég hafði ekki efni á lúxushóteli en flestir ferðamenn fara á tilbúnar eyjar sem byggðar eru sem einn hótelklasi frá grunni. Þar gilda allt önnur lög en á eyjum innfæddra en á lúxushótelunum eru barir, diskótek, spa og fleira en þar sem innfæddir á Maldíveyjum eru múslimar þá eru þær eyjar þar sem þeir búa með engum börum, engu diskóteki, ekki hægt að nálgast nudd og áfengi stranglega bannað,“ segir hún.

Skyndiákvörðun

„Það var skyndiákvörðun hjá mér að fara og ég sagði við vini mína að ég væri að fara þessa ferð til að fanga liti en í huga mér sá ég mynd af konu í rauðum kjól liggjandi á hvítu sandrifi sem hverfur í takt við ölduganginn þegar flæðir að. Smátt og smátt hverfur landið undir henni og sjórinn tekur við. Hún syngur um takt náttúrunnar, takt hjartsláttarins og takt síns eigin lífs og lagsins,“ segir hún.

Bergljót varð að láta þetta verða að raunveruleika. „Þessi mynd lét ekki listamanninn inn í mér í friði og fannst mér ég verða að framkvæma þetta en það var ekki einfalt. Fyrst þurfti ég að taka þessar þrjár flugvélar, svo ferjuna og loks finna rifið hvíta og rétta tökuliðið sem gæti framkvæmt þetta. Um tíma virtist þetta útilokað en loks var lagt af stað í leiðangur að rifi sem var eitt og yfirgefið langt frá öllu öðru. Þar var ég skilin eftir snemma morguns og ekki sótt síðan fyrr en farið var að flæða að og miðbaugssólin komin í hæsta punkt. Hún var svo sterk að húðin mín virtist í fyrstu svartbrunnin eftir átökin. Samt hafði ég borið vel á mig sólarvörn áður en ég fór en sólarvörnin var auðvitað löngu horfin og andlit mitt alveg skrælt því sólin tvöfaldaðist við endurkastinu frá sjónum.“

Hún segist hafa orðið ástfangin á ferðalaginu. „Það varð úr að þessi kona í rauða kjólnum á hvíta sandrifinu með sjóinn allt í kring varð þemað í myndbandinu við lagið mitt Crazy Full of Love sem ég er að senda frá mér í dag. Litirnir á svæðinu eru einstakir en sjórinn er túrkisgrænn þar sem kórallinn er og alveg upp við rifið en dimmblár þar fyrir utan. Ég varð ástfangin af þessum litum og hinu ótrúlega frelsi sem maður upplifir við að horfa þessa fallegu liti sjávarins hvert sem augað eygði og allt svo flatt. Hæsti toppur á Maldíveyjum er um tveir metrar yfir sjávarmáli. Allt er flatt, engin fjöll, engin húsdýr, engin ræktun bara sjórinn, sandurinn og sólin hvert sem augað eygir. Það er mögnuð frelsistilfinning sem fylgir því að ferðast þarna um á bát og þessir einstöku litir heilluðu mig djúpt.“

Myndbandið kom út fyrr í dag. „Ég vona að mér hafi tekist að fanga aðeins þessa auðn sem býr í sandinum, sólinni og sjónum, þessa miklu vídd og sterku liti.“

Horfðu á það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“