fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Meintur skortur á gestrisni Norðurlandaþjóða setti netheima á hliðina – „Við gefum gestum að borða á Íslandi“

Fókus
Þriðjudaginn 31. maí 2022 21:00

Myndin er samsett og ætlar myndasmiður henni að sýna barn að bíða á meðan fjölskylda vinar borðar kvöldmat. Myndir/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestrisni á Norðurlöndunum hefur verið mikið í umræðunni á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Þar er því haldið fram að á Norðurlöndum, þá einkum í Svíþjóð, tíðkist það ekki að bjóða gestum upp á eitthvað að borða, hafi þeim ekki sérstaklega verið boðið í mat.

Í umræðunni hafa margir rifjað það upp að hafa sem börn verið heima hjá vini á matmálstíma. Þeim hafi þá ekki verið boðið upp á mat heldur látin bíða á meðan vinur þeirra borðaði með fjölskyldu sinni.

Skiptar skoðanir eru á því hvort að um viðtekna hefð á Norðurlöndum sé að ræða og kannast til að mynda margir Íslendingar ekkert við þennan sið, en þó gera það sumir. Blaðamaður til að mynda man eftir því að á matmálstíma var maður sendur heim til sín eða maður beið á meðan og sjálfur leggur blaðamaður það ekki í vana sinn að bjóða vinum afkvæmisins upp á kvöldmat, nema bera það fyrst undir foreldra viðkomandi enda fæðuofnæmi algengt og eins gætu foreldrar viðkomandi hreinlega ekki kært sig um að barn þeirra borði ekki heima hjá sér.

Svo virðist sem að umræðan hafi sprottið upp úr svari við spurningu sem var borin fram á umræðuvefnum Reddit, en þar spurði einhver: „Hvað er það furðulegasta sem þú hefur þurft að gera heima hjá einhverjum öðrum út af menningu þeirra og/eða trú?“

Svar sem barst við spurningunni var eftirfarandi:

„Ég man þegar ég fór heim til sænsks vinar míns. Og á meðan við vorum að leika inni í herbergi hans kallaði móðir hans að maturinn væri tilbúinn. Og takið eftir þessu. Hann sagði mér að BÍÐA í herberginu sínu á meðan þau borðuðu. Það var gjörsamlega galið.“

Eftir að skjáskot af þessum þræði fór í dreifingu á Twitter fór allt á hliðina og töluðu margir um #Swedengate og hafa mörg ófögur orð verið látin falla um gestrisni nágranna okkar í Svíþjóð undanfarna daga. Svo hefur Ísland ómaklega flækst inn í umræðuna eftir að einhver tók sig til og bjó til kort af heiminum til að sýna hvar í heiminum óvæntir gestir gætu átt von á að fá að borða.

 

Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur lagt sitt að mörkum til að reyna að leiðrétta þennan misskiling.

Svíar hafa stigið fram í umræðunni og annað ýmist staðfest þessa hefð, vísað henni á bug eða reynt að útskýra. Ein benti til dæmis á að það væri nú svo að sænskar fjölskyldur eldri bara fyrir þá sem reiknað sé með í mat og því erfitt að redda óvæntri viðbót. Aðrir reyndu að vísa til þess að efnahagsástandið hafi einu sinni við hræðilegt í Svíþjóð og það spili hlutverk í þessari hefð.

Engu að síður hafa þeir harðlega verið gagnrýndir og einhvern veginn þróaðist umræðan svo út í hlut Svíþjóðar í nýlendustefnunni og þrælasölu. Ganga sumir jafnvel svo langt að segja að umræðan hafi verið svo óvægin í garð Svía undanfarna daga að þeim hafi hreinlega verið „cancelled“ eða með öðru orði, og á betri íslensku, útilokaðir.

Að sjálfsögðu hefur umræðan einnig átt sér stað meðal Íslendinga á Twitter (enda var okkur ómaklega blandað í umræðuna á áðurnefndu korti). Hefur umræðan verið nokkuð lífleg og sitt sýnist hverjum. Gerir maður almennt ráð fyrir að vinir barna sinna séu í mat eða gera vinirnir ráð fyrir að það sé ekki í boði? Allur gangur virðist vera á því af sögunum sem hefur verið deilt á samfélagsmiðilnum. Hins vegar getum við þakkað fyrir það, ef svo reynist að þessi hefð gildir líka hér á landi, að það eru Svíarnir sem taka höggið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“