Gestrisni á Norðurlöndunum hefur verið mikið í umræðunni á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Þar er því haldið fram að á Norðurlöndum, þá einkum í Svíþjóð, tíðkist það ekki að bjóða gestum upp á eitthvað að borða, hafi þeim ekki sérstaklega verið boðið í mat.
Í umræðunni hafa margir rifjað það upp að hafa sem börn verið heima hjá vini á matmálstíma. Þeim hafi þá ekki verið boðið upp á mat heldur látin bíða á meðan vinur þeirra borðaði með fjölskyldu sinni.
Skiptar skoðanir eru á því hvort að um viðtekna hefð á Norðurlöndum sé að ræða og kannast til að mynda margir Íslendingar ekkert við þennan sið, en þó gera það sumir. Blaðamaður til að mynda man eftir því að á matmálstíma var maður sendur heim til sín eða maður beið á meðan og sjálfur leggur blaðamaður það ekki í vana sinn að bjóða vinum afkvæmisins upp á kvöldmat, nema bera það fyrst undir foreldra viðkomandi enda fæðuofnæmi algengt og eins gætu foreldrar viðkomandi hreinlega ekki kært sig um að barn þeirra borði ekki heima hjá sér.
Svo virðist sem að umræðan hafi sprottið upp úr svari við spurningu sem var borin fram á umræðuvefnum Reddit, en þar spurði einhver: „Hvað er það furðulegasta sem þú hefur þurft að gera heima hjá einhverjum öðrum út af menningu þeirra og/eða trú?“
Svar sem barst við spurningunni var eftirfarandi:
„Ég man þegar ég fór heim til sænsks vinar míns. Og á meðan við vorum að leika inni í herbergi hans kallaði móðir hans að maturinn væri tilbúinn. Og takið eftir þessu. Hann sagði mér að BÍÐA í herberginu sínu á meðan þau borðuðu. Það var gjörsamlega galið.“
Eftir að skjáskot af þessum þræði fór í dreifingu á Twitter fór allt á hliðina og töluðu margir um #Swedengate og hafa mörg ófögur orð verið látin falla um gestrisni nágranna okkar í Svíþjóð undanfarna daga. Svo hefur Ísland ómaklega flækst inn í umræðuna eftir að einhver tók sig til og bjó til kort af heiminum til að sýna hvar í heiminum óvæntir gestir gætu átt von á að fá að borða.
Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur lagt sitt að mörkum til að reyna að leiðrétta þennan misskiling.
In case you are wondering, we feed guests in Iceland.
— Halli ™ (@iamharaldur) May 30, 2022
Svíar hafa stigið fram í umræðunni og annað ýmist staðfest þessa hefð, vísað henni á bug eða reynt að útskýra. Ein benti til dæmis á að það væri nú svo að sænskar fjölskyldur eldri bara fyrir þá sem reiknað sé með í mat og því erfitt að redda óvæntri viðbót. Aðrir reyndu að vísa til þess að efnahagsástandið hafi einu sinni við hræðilegt í Svíþjóð og það spili hlutverk í þessari hefð.
Engu að síður hafa þeir harðlega verið gagnrýndir og einhvern veginn þróaðist umræðan svo út í hlut Svíþjóðar í nýlendustefnunni og þrælasölu. Ganga sumir jafnvel svo langt að segja að umræðan hafi verið svo óvægin í garð Svía undanfarna daga að þeim hafi hreinlega verið „cancelled“ eða með öðru orði, og á betri íslensku, útilokaðir.
If you think that thing about Swedish people not feeding their guests is bad, wait till you hear who they expect to assemble the furniture they sell you.
— Soon-Tzu Speechley 孫子 (@speechleyish) May 30, 2022
The entire rest of the world finding out Swedes don't feed their house guests pic.twitter.com/qevWVBjPpP
— Dr. C. M. Chattan (@doctorbaixue) May 29, 2022
swedish fridge when guests come unsuspected https://t.co/dcMhlH2X1V pic.twitter.com/GDpDeCFFiQ
— syoru (@syowuu) May 29, 2022
kids in sweden when their friends are downstairs eating dinner with their family pic.twitter.com/T15UB7ENyI
— yam (@sighyam) May 28, 2022
Sorry I can't make our meeting in the morning I found out it's weird to feed your guest dinner in Sweden so obviously I had to read 500 people discuss it until 3AM
— Maggie Mae Fish 🐟 (@MaggieMaeFish) May 29, 2022
Að sjálfsögðu hefur umræðan einnig átt sér stað meðal Íslendinga á Twitter (enda var okkur ómaklega blandað í umræðuna á áðurnefndu korti). Hefur umræðan verið nokkuð lífleg og sitt sýnist hverjum. Gerir maður almennt ráð fyrir að vinir barna sinna séu í mat eða gera vinirnir ráð fyrir að það sé ekki í boði? Allur gangur virðist vera á því af sögunum sem hefur verið deilt á samfélagsmiðilnum. Hins vegar getum við þakkað fyrir það, ef svo reynist að þessi hefð gildir líka hér á landi, að það eru Svíarnir sem taka höggið.
Loksins er slaufunarmenningin að ganga nógu langt fyrir minn smekk. Hasta la vista, Svíþjóð.
— Hekla Elísabet (@HeklaElisabet) May 31, 2022
mér finnst þessi umræða athyglisverð, ég man helst eftir því að hafa verið boðið að borða heima hjá vinum mínum en þurfti alltaf að hringja í foreldra mína og spyrja hvort ég mætti það, en fékk oftast nei því það var gert ráð fyrir mér í mat heima https://t.co/iOIpOiFNFw
— ⚔️ e-bet (@jtebasile) May 31, 2022
Er þetta satt? Mér finnst eins og ég hafi oftast _ekki_ fengið mat þegar ég var í heimsókn hjá vinum mínum en mér finnst það líka smá steikt pæling núna þegar ég er orðinn fullorðinn 😂 https://t.co/e8VDkvzzyP
— Kristján Oddsson (@koddsson) May 31, 2022
Ég get eiginlega ekki trúað öðru en að Danir séu að trolla heimsbyggðina með því að segja öllum að Svíar gefi ekki gestum að borða. Ég bara næ ekki utan um þetta
— helgi (@HelgiJohnson) May 31, 2022
Afh eru allir svona dramatískir þegar það kemur að þessu 😭 eins og börnin gætu ekki bara labbað heim og borðað ef þau væru virkilega svöng eða beðið um eitthvað að borða sem þau myndu þá líklegast fá (þó það væri ekki endilega kvöldmaturinn sem var eldaður) https://t.co/RfXiEFHPtl
— BJ☹️RK (@einakrona) May 31, 2022
Búin að lesa svo marga svona þræði🙇🏼♀️ man literally ekki eftir að hafa borðað heima hjá vini ever, man eftir að hafa beðið inn í herbergi samt. Og kids vissuði að það er weird að bjóða í grill og allir koma með sitt eigið á grillið? Eg hef bara farið í þannig grill 🤦🏼♀️😅 https://t.co/JC0pzs9nxY
— 🐈Una Geirdís Flosadóttir🐈⬛ (@UnaGeirdis) May 30, 2022
Ég bjó í 🇸🇪 í 12 ár og þetta er svona! Ég beið í herberginu á meðan vinirnir fóru að borða, nema ef það var eitthvað tilefni/veislu matur, grill eða pizza etc. Þá var manni boðið.
— Þórður Hermannsson (@thordurinn) May 31, 2022