fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Fókus

Eva Dís um reynslu sína: „Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. maí 2022 11:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Dís Þórðardóttir og Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona, eru nýjustu gestir Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Þær gefa konum sem hafa verið í vændi á Íslandi rödd í bókinni Venjulegar konur – Vændi á Íslandi, sem Brynhildur skrifaði og kemur út hjá Forlaginu í næstu viku.

Í þættinum segja þær að samfélagið áttar sig ekki á slæmri stöðu þeirra kvenna sem leiðast í vændi og skaðans sem þær hljóta vegna þess. Eva Dís er leiðbeinandi hjá Stígamótum og hefur umsjón með stuðningshópum fyrir þolendur vændis.

Hún leiddist út í vændi eftir að hafa verið misnotuð kynferðislega sem barn. Hún steig fyrst fram með sögu sína í fjölmiðlum árið 2016 og vakti frásögn hennar mikla athygli.

„Þegar maður er í vændi þá verður maður að segja að þetta sé æðislegt. Ég hef enga trú á því að hamingjusama hóran sé til,“ sagði Eva Dís í viðtali við Þjóðbraut á Hringbraut árið 2018.

Eva bjó í Danmörku þegar hún var í vændi og starfaði á samtals sjö vændishúsum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

„Á ég að leyfa mér að segja eitt sem ég hef aldrei sagt opinberlega áður? Ég þurfti að vera búin að taka fjóra kúnna yfir daginn áður en ég fór að fá pening. Til að eiga fyrir auglýsingunum. Ég þurfti að borga leigu fyrir herbergið sem ég notaði á vændishúsinu, ég þurfti að borga símadömu og hreingerningadömu. Ég þurfti að borga ákveðin verndargjöld inn í skipulagða glæpastarfsemi […] Það er fyrir utan fatnað, snyrtivörur, smokka, sleipiefni, allt draslið sem maður þarf til að stunda þetta,“ sagði hún í þætti Eigin Kvenna.

„Þú gast alveg lent í því að ef það var leiðinlegt veður þá varstu að borga með þér, og endaðir í mínus eftir daginn. Ég þurfti að fá fjóra kúnna á vaktinni til þess að vera komin á slétt, þá fór ég að græða pening.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Venjulegar konur

Í bókinni Venjulegar konur ræðir Brynhildur Björnsdóttir við sex íslenskar konur sem hafa verið í vændi, ósköp venjulegar konur sem bera sára reynslu sína ekki utan á sér en lýsa aðstæðum sem aldrei ættu að viðgangast. Jafnframt kannar höfundur fyrirbærið vændi í sögu og menningu, sem móta óhjákvæmilega viðhorf almennings til þess, lítur yfir íslenska fjölmiðlaumfjöllun um vændi og lýsir hugmyndafræðilegum átökum í tengslum við lagasetningu. Þá ræðir hún við fagfólk sem vinnur með þolendum vændis – fulltrúa Stígamóta og Bjarkarhlíðar, auk lögreglunnar, og birtir ný og sláandi talnagögn um afleiðingar vændis. Loks er kastljósinu varpað á kaupendur sem bera mestu ábyrgðina með því að viðhalda eftirspurninni.

Bókin er rituð að frumkvæði og í samvinnu við Evu Dís Þórðardóttur, brotaþola vændis og baráttukonu.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan, einnig má nálgast ítarlegri grein á vef Stundarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Metmánuður hjá PLAY
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti Loga spreytir sig á sjómennskunni

Frosti Loga spreytir sig á sjómennskunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nágrannar kvaddir eftir 37 ár – Þetta eru stærstu stjörnurnar sem þættirnir hafa alið af sér

Nágrannar kvaddir eftir 37 ár – Þetta eru stærstu stjörnurnar sem þættirnir hafa alið af sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orri Huginn og Dwayne „The Rock“ Johnson ræddu saman

Orri Huginn og Dwayne „The Rock“ Johnson ræddu saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Keppandi í Bachelorette biðst afsökunar á óásættanlegri framkomu

Keppandi í Bachelorette biðst afsökunar á óásættanlegri framkomu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Monica Lewinsky biðlar til Beyoncé

Monica Lewinsky biðlar til Beyoncé
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eign dagsins: Stílhrein og björt 72 fermetra risíbúð í Vesturbænum

Eign dagsins: Stílhrein og björt 72 fermetra risíbúð í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ekkert gat drepið föður Matthew MacConaughey nema móðir hans – Dó við fullnægingu

Ekkert gat drepið föður Matthew MacConaughey nema móðir hans – Dó við fullnægingu